Innanlandsófriður í Noregi, Ísland í gíslingu

ESB-sinnar í Noregi ætla að verja EES-samninginn til síðasta blóðdropa, enda líta þeir svo á að samningurinn sé fyrsta skrefið inn í Evrópusambandið. Samtímis vex þeim fiskur um hrygg í Noregi sem vilja út úr EES.

Bretland er á leið úr Evrópusambandinu og ætla ekki inn í EES-samninginn enda vilja þeir fullveldið sitt tilbaka.

Ísland, eins og Noregur, er aðili að EES-samningnum. Norðmenn koma fram við okkur eins og hjálendu og ætlast til að Ísland samþykki útvíkkun EES-samningsins þegar það þjónar eingöngu norskum hagsmunum.

Ísland ætti að höggva á hnútinn og segja upp EES-samningnum. Hann gerir meira ógagn en gagn.


mbl.is Vilja ekki að Bretar fái betri samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það hlýtur að vera markmið hvers ríkis að gera sem hagstæðasta samning. Ef Bretar gera betri samning en EES ríkin þá er bara að bretta upp ermar og gera enn betri samning. Uppsögn EES gæti verið vott fyrsta skref.

Ragnhildur Kolka, 6.4.2018 kl. 10:51

2 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Eins og ESB kemur fram við Breta, hvernig móttökur halda menn á Ísland fengi? Best er að fylgja Noregi, en nýta okkur EES til fulls eins og Björn Bjarnason hefur bent á. Annað er óraunhæft.

Hitt er svo annað að norskir þingmenn og embættismenn sem reyna að bregða fæti fyrir Bretland til að koma Noregi í ESB minna óneitanlega á samherja sína á Íslandi. Trúnaður við eigið land er settur í annað sæti.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 6.4.2018 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband