Miðvikudagur, 4. apríl 2018
Trump snýr baki við Sýrlandi - Rússar, Tyrkir og Íranir sigra
Trump varð forseti út á loforð um að hætta hernaðarævintýrum í miðausturlöndum, t.d. Sýrlandi, Írak og Líbýu þar sem Obama forseti og fyrri valdamenn í Washington stóðu fyrir misheppnuðum valdaránum í nafni vestræns frjálslyndis. Þótt Hvíta húsið tempri yfirlýsingu Trump er ljóst hvert stefnir.
Ráðamenn Rússlands, Tyrklands og Íran hittast til að ræða framtíð Sýrlands. Bandaríkin eiga ekki aðild. Til skamms tíma var yfirlýst stefna Bandaríkjanna að Assad forseti skyldi víkja. Hann er skjólstæðingur Íran og Rússlands. Erdogan Tyrklandsforseti vildi Assad einnig feigan í embætti en lætur líklega kaupa sig með vilyrðum um ítök í Kúrdabyggðum í Norður-Sýrlandi.
Mistök vestrænna ríkja í miðausturlöndum frá aldamótum verða þeim dýrkeypt. Kenningar um endalok vestrænna áhrifa í þriðja heiminum fá byr undir báða vængi.
Hefja byggingu fyrsta kjarnorkuvers Tyrkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hver mun vernda Kúrdana?
Kolbrún Hilmars, 4.4.2018 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.