Miðvikudagur, 28. mars 2018
Miðaldra fólk stjórnar - sem betur fer
Miðaldra fólk stjórnar heiminum, oftast karlar en í vaxandi mæli konur. Og þannig á það að vera. Æskan getur ekki stjórnað. Ungt fólk á fullt í fangi með að stjórna sjálfu sér.
Líffræðilegt hlutverk ungs fólks er að fjölga sér. Hormónastarfsemin sem fylgir hlutverkinu hefur áhrif á dómgreindina, ungmenni hugsa um það sem því sjálfu er næst enda makaval næst mikilvægasta ákvörðun lífsins - á eftir fæðingunni.
Rómverjar hleyptu engum að í öldungaráðinu nema að hafa fyllt 40 ár og gengt herþjónustu í tíu ár. Öldungar stjórnuðu Spörtu og Karþagó.Í frumstæðum þjóðfélögum er leitað ráða hjá þeim eldri þegar stórákvarðanir eru teknar. Menningarþjóðir eins og Kína og Japan hleypa sjaldnast unglingum undir fertugt í valdastóla.
Óli Björn Kárason þingmaður vekur máls á fordómum gangvert þeim eldri og reyndari, einkum miðaldra hægrikörlum. Þessir fordómar vaða fram af minnsta tilefni, iðulega frá fólki sem stendur á jaðrinum, er ungt eða vitlaust, oft hvorttveggja.
Ungt fólk á að hlusta á þá eldri, skilja heiminn áður en það reynir að breyta honum, til að það öðlist hæfni að axla ábyrgð á öðru en sjálfu sér.
Athugasemdir
Fantafín grein hjá Óla Birni.
Ragnhildur Kolka, 28.3.2018 kl. 17:29
Páll var einmitt að hugsa á þessum nótum í dag og þá um konurnar sem flúðu feðraveldið á sínu tíma s.s. fenistar og rauðsokkur og ætluðu að breyta öllu hefðum og heiminum já og byrjuðu að sofa hjá eins eins og þær sjálfar kölluðu það.Stórfjölskyldur hurfu og eftir voru óhamingjusamar konur sem byrjuðu aftur að berjast.
Valdimar Samúelsson, 28.3.2018 kl. 21:32
Þetta þurfti að segja og þarf að heyrast viða. 16 ára kosningaréttur kratískt fíflarí sem á enga stoðí raunverulkeikanum. Enn eitt pópúlískt upphlaup innantómra plattenslaqgara
Halldór Jónsson, 29.3.2018 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.