Árangurstengd laun - aðeins til útvaldra

Hraustleg launahækkun forstjóra N1 eru skýrð með rekstrarárangri fyrirtækisins árið 2016 sem var gott. Launin hafi ekki hækkað varanlega, aðeins hafi verið um umbun að ræða fyrir hagfellt rekstrarár.

Ef það er rétt vaknar spurningin hvers vegna aðrir starfsmenn nutu ekki góðs af afkomubatanum.

Hvers eiga almennir starfsmenn N1 að gjalda? Var það ekki vinnan þeirra sem skóp verðmætin?

Með því að umbuna aðeins útvöldum sendir stjórn N1 út þau skilaboð að almennir starfsmenn séu annars flokks. Það er ekki skynsamleg starfsmannastefna.

 


mbl.is Áskorun VR felld á aðalfundi N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mætti taka upp árangurstengd laun á alþingi. Smeykur um að margir myndu lækka verulega í launum við það.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2018 kl. 22:05

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það má með réttu gagnrýna árangurstengingu launa, hvort sem er hjá almennum starfsmönnum eða stjórnendum. Árangurinn sem umbunað er fyrir er gjarna afleiðing af þróun eða atburðum í rekstrarumhverfinu en ekki athöfnum þeirra sem reka fyrirtækin og starfa hjá þeim. Því þarf að fara mjög varlega þegar teknar eru ákvarðanir um árangurstengingar svo þær leiði ekki það eitt af sér að menn fái bónusa fyrir eitthvað sem hefði gerst hvort sem er. Svo þarf líka að gæta þess að árangurstengingin hvetji ekki til athafna sem hafa jákvæð áhrif til skamms tíma en kannski neikvæð til lengri tíma.

Nú veit ég í sjálfu sér ekki hvernig þetta er hjá N1, vek aðeins athygli á að þetta er vandmeðfarið.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.3.2018 kl. 22:34

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hluti árángurstengdra launa forstjórans, eru að halda niðri kostnaði. Í því felst m.a. að greiða sem lægst laun til starfsmanna. Starfsmanna, sem með skyldygreiðslu í lífeyrissjóð, eru í raun eigendur fyrirtækisins! 

 Svör stjórnarformannsins og viðbjóðslegt glott hennar ollu næstumþví uppsölu hjá undirrituðum. 

 Lokið endilega að ykkur, amlóðar á ársfundum. Við munum ná í rassgatið á ykkur einn daginn.

 Íslendingar.: Hættið að verzla við N1, eða hættið að kvarta ella. Þið eruð aumingjar hér eftir taldir, með svo mikið sem pulsu í túlanum keyptri í þessari skítasjoppu!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 20.3.2018 kl. 03:25

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ja, þetta verður auðvitað allt svolítið flókið þegar starfsmennirnir eru óbeinir eigendur fyrirtækisins í gegnum lífeyrissjóði. Góður rekstrarárangur felst meðal annars í því að halda niðri kostnaði, þar með töldum launakostnaði. En með góðum árangri vænkast hagur lífeyrissjóðanna svo starfsmennirnir mega því búast við betri afkomu eftir að starfsævinni lýkur.

Áskorun þín, Halldór, lýsir hins vegar skammsýni: Hætti fólk að versla við fyrirtækið tapa lífeyrissjóðir starfsfólksins og fljótlega þarf að segja starfsmönnum upp. Tæpast er það nú til bóta, eða hvað?

Þorsteinn Siglaugsson, 20.3.2018 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband