Kjarninn kærir tjáningarfrelsið

Fátt er jafn aumkunarvert og þegar fjölmiðlar kæra einstaklinga fyrir að tjá sig í ræðu og riti.

Kjarninn kærði Hannes Hólmstein fyrir ,,at­vinnuróg" og valda ,,orðsporsskaða og fjár­hagstjóni".

Þeir eru ófáir einstaklingarnir sem hafa orðið fyrir rógi, orðsporsskaða og tjóni í umræðu þar sem Kjarninn kom við sögu í smáu eða stóru: Sigmundur Davíð, Bjarni Ben., Sigríður Á., og Hanna Birna svo fáeinir séu nefndir. Ekki kærðu þeir.

En Kjarninn kveinkar sér þegar orði er hallað að útgáfunni og kærir í framhaldi. Dapurt.

 


mbl.is Hannes braut gegn siðareglum HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Réttsýni

Munurinn er samt sá að Hannes laug en Kjarninn hefur engu logið. En auðvitað gerir þú engan greinarmun á þessu tvennu.

Réttsýni, 13.3.2018 kl. 18:36

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þeir sem ákæra aðra fyrir að nota málfrelsið, eins og til dæmis þegar verið er að ráðast á Trump ... eru sjálfir, verstu níðingar sem til eru.

Allir eiga að gera sér grein fyrir einu, þeir sem eru að bera fram kröfu um jafnrétti og málfrelsi, eru ekki þeir sem eru minnimáttar ... heldur þver öfugt, þeir sem notfæra sér lögin eins og Hitler, til að afla sjálfum sér forréttinda.

Örn Einar Hansen, 13.3.2018 kl. 20:47

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ójâ.þannig birtist það okkur viku eftir viku jâ mânuðum saman,Bjarne Örn.

Helga Kristjánsdóttir, 14.3.2018 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband