Fimmtudagur, 8. mars 2018
Krossapróf, þekking og blekking
Annmarkar krossaprófa eru þær helstar að höfundar þeirra standa frammi fyrir tveim öfgum. Í fyrsta lagi að gera rétta svarið, af 4 eða 5 valkostum, svo augljóst að það beinlínis æpir á þann sem þreytir prófið. Í öðru lagi að setja saman valkosti sem eru nauðalíkir og þar með blekkja nemandann.
Krossaprófsspurning sem spyrði um fæðingarár Jóns Sigurðssonar forseta (1811) og gæfi sem valkosti, auk rétta svarsins, 1809, 1810, 1814, væri í raun að kanna minni námsmannsins en ekki sögulega þekkingu. Ef valkostirnir væru 1211, 1662, 2004, auk rétta svarsins, væri könnuð ályktunarhæfni - en ekki söguleg þekking.
Ef nota á krossapróf til að kanna annað en harðar staðreyndir, t.d. málsskilning, vandast málið enn frekar þar sem huglægni kemur inn í spilið.
Þegar kurlin koma öll til grafar eru krossapróf mest mæling á kunnáttu að taka krossapróf.
Við erum á rauðu ljósi mjög víða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er hægt að semja góða krossapróf. Það kennir kennslufræðin okkur.
Wilhelm Emilsson, 8.3.2018 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.