Þriðjudagur, 6. mars 2018
Flokkspólitísk niðurstaða: ríkisstjórnin styrkist
Vantraust á dómsmálaráðherra var vantraust á ríkisstjórnina. Sigmundur Davíð og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar viðurkenndu það í ræðustól á alþingi.
Atkvæðagreiðslan fór eftir flokkspólitík. Tveir þingmenn Vinstri grænna, Rósa Björk og Andrés, studdu ekki myndun sitjandi ríkisstjórnar og festu sig í sessi sem stjórnarandstöðuþingmenn með því að lýsa vantrausti á stjórnina.
Vantraustið styrkir ríkisstjórnina. Flokkarnir sem standa að stjórninni stóðu saman og létu ekki fjölmiðla stjórnandstöðunnar, RÚV/Stundina, slá sig útaf laginu.
Vantrauststillagan gegn ráðherra felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kanski Páll ? ,,,en held að það verði engin friður á Alþingi eða fra almenningi eftir þessi úrslit og þurfi afarlitið til að Stjornin missi tökin ...
rhansen, 6.3.2018 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.