Laugardagur, 3. mars 2018
Alþjóðakerfi í upplausn
Örfá misseri eru síðan til stóð að gera víðtækan fríverslunarsamning milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins, TTIP. Nú er boðað viðskiptastríð. Samskipti Rússlands og Bandaríkjanna eru ekki verri síðan í kalda stríðinu, bandarískum lygum er það að þakka.
Í Úkraínu geisar borgarastríð, Bandaríkin og ESB eru þar í bandalagi gegn Rússum. Í miðausturlöndum stríðir Nató-þjóðin Tyrkland gegn Kúrdum, sem njóta stuðnings Bandaríkjanna, og fá líka aðstoð frá Sýrlandsstjórn sem Rússar halda á floti. Önnur ríki í heimshlutanum eru átakasvæði, s.s. Líbýa, Írak og Yemen.
Alþjóðakerfið, sem varð til eftir lok seinna stríðs, er í upplausn. Fyrirsjáalega er langur tími þangað til það nær jafnvægi á ný. Spennið beltin.
Tollastríð eru góð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og við sem héldum að óreiðan væri bara hér.
Ragnhildur Kolka, 4.3.2018 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.