Laugardagur, 3. mars 2018
Heimssýn vísar veginn: íslenskt-norskt samstarf
Haraldur Ólafsson prófessor er nýkjörinn formaður Heimssýnar. Gestur á aðalfundinum var formaður Nei til EU í Noregi, Kathrine Kleveland, sem gerði grein fyrir stöðu mála þar í landi gagnvart Evrópusambandinu og EES-samningnum, sem bæði Ísland og Noregur eiga aðild að.
Á aðalfundi Heimssýnar var ályktað um EES-samninginn. Þar segir m.a.
Ljóst er að samstarfið hefur að nokkru leyti þróast á annan veg en margir hugðu í upphafi og sumar afleiðingar samningsins hafa verið ófyrirséðar. Bretar hafa ákveðið að ganga úr Evrópusambandinu og þar með EES og nýlegir alþjóðsamningar gefa vísbendingar um nýja kosti í alþjóðaviðskiptum. Í ljósi ofanritaðs leggur aðalfundur Heimssýnar til að gagnrýnin skoðun fari fram á aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu.
Noregur og Ísland standa frammi fyrir nýjum pólitískum veruleika eftir brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu. Tímabært er að skipulegt endurmat á EES-samningnum fari fram enda liggur fyrir að Bretar munu ekki ganga inn í EES-samninginn heldur finna aðra lausn á samskiptum sínum við ESB. Nýlega gerðu Kanada og ESB með sér fríverslunarsamning sem gæti orðið fyrirmynd fyrir Ísland og Noreg.
Heimssýnarfundurinn með Kleveland fór fram á norrænu, sem sýnir að Heimssýn er félagsskapur samnorrænna alþjóðasinna er kjósa fullveldi fram yfir yfirþjóðlegt vald.
Hafa stundum farið aðrar leiðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.