Sjálfstæðisflokkurinn sigrar borgina

Endurnýjaður Sjálfstæðisflokkur er í stórsókn í Reykjavík. Borgarstjóraefni flokksins, Eyþór Arnalds, er líklegur að láta til sín taka og borgarbúum líkar það vel eftir vinstrimoðsuðu úrræðaleysis síðustu ára.

Spurningin er hverjir stjórnar með Sjálfstæðisflokkum, ef til þess kemur.

Samfylkingin vill gjarnan komast inn úr kuldanum í landsmálum og mun gera hosur sínar grænar fyrir móðurflokknum. Aftur er Sjálfstæðisflokkurinn með vænt grænt í Vg og ætti ekki endilega að skipta því út fyrir samfóisma.


mbl.is Áfram í meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valur Arnarson

Því miður virðist vera ánægja með samstarfið við Samfylkinguna innan VG og Pírata. Þau í Viðreisn eru svo líkleg til að hoppa í þannig samstarf.

Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem Sjálfstæðisflokkurinn gæti leitað til með samstarf.

Það lítur út fyrir að 35% verði ekki nóg fyrir Sjálfstæðisflokkinn til að komast til valda, en það er nægur tími til stefnu.

Vonum það besta.

Valur Arnarson, 28.2.2018 kl. 13:46

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég á von á því að Miðflokkurinn eigi eftir að bæta miklu við sig og Sjálfstæðisflokkurinn fari eitthvað yfir 40% og eins og Valur segir, þetta er rétt að byrja.......

Jóhann Elíasson, 28.2.2018 kl. 13:50

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Lukkuriddarinn Eyþór er ekki að skora neitt. 1% aukning frá könnun í haust sem leið þrátt fyrir nýjan lista og nýjabrumið.

Það eru draumórar að Eyþór nái nokkru fylgi og Miðflokkurinn virðst vera grátlegar leyfar Framsóknar og flugvallarvina.

Meirhlutinn heldur þrátt fyrir að Björt framtíð detti alveg út, það eru tíðindi og ekki ósennilegt að Viðreisn fari í samstarf með þessum flokkum, örugglega ekki Eyþóri Arnalds dindli Davíðs Oddssonar.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.2.2018 kl. 15:47

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er rétt hjá Jóni Inga. Það er ekki að sjá að fylgi Sjálfstæðismanna sé neitt að aukast miðað við það sem það var í haust. Fylgið er vissulega meira en í síðustu kosningum, en það er erfitt að sjá að breytt forysta sé að valda því. Hins vegar er kosningabaráttan varla hafin svo erfitt er að spá fyrir um niðurstöðuna núna.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.2.2018 kl. 18:06

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er orðið tímabært að skipta um í borgarstjórninni, þetta er bara orðið gott hjá núverandi meirihluta. 

Kolbrún Hilmars, 1.3.2018 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband