Miðvikudagur, 28. febrúar 2018
Brexit eða ekki Brexit
Annað hvort ganga Bretar úr Evrópusambandinu með Brexit, og framfylgja þar með niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 2016, eða þeir hætta við útgöngu og gerast fullgild ESB-þjóð á ný. Það er enginn millivegur.
Á þessa leið skrifar Vernon Bogdanor stjórnmálafræðingur í Guardian.
Bogdanor ræðir hvorttveggja EES-lausnina, sem Ísland er aðili að, og tollabandalag ESB við Tyrki og hafnar þeim leiðum fyrir Breta. Bogdanor segir ekki til neitt sem heitir ,,mjúkt" Brexit.
Rökin eru eflaust rétt hjá Bogdanor. En reynslan sýnir að rök eru ekki ráðandi í Evrópusambandinu, ef þeim hefði verið fylgt væri evran ekki til í núverandi mynd. Ær og kýr Brussel er pólitík. Af því leiðir verður fundin lausn á Brexit, sem skilur báða aðila eftir ósátta og málefnin í nokkurri óreiðu. Það er eðli ESB-samstarfsins.
Athugasemdir
Það er erfitt að koma auga á að útganga úr ESB þýði að Bretland geti ekki samið um gagnkvæma niðurfellingu tolla. Raunar finnst mér slík ályktun út í hött. Sama má ssegja um gagnkvæman aðgang að vinnumarkaði, menntun o.fl.
ESB er gersamlega misheppnað ríkjasamband vegna sóunar á fé í hvers lags styrkjakerfi, kæfandi skrifræðis og embættismannaræðis. Við þetta má bæta innbyggð áhrif evrunnar til eflingar Þýskalands o.fl. - ESB er hið nýja Sovét.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 28.2.2018 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.