Björn rifjar upp reiði Egils Helga

Egill Helgason álitsgjafi og RÚV-ari skrifaði harðort bréf til alþjóðlegrar stofnunar sem flokkar ríki eftir spillingu. Agli fannst stofnunin ekki nógu hörð gagnvart Íslandi; landið væri mun spilltari en einkunn stofnunarinnar gæfi til kynna.

Björn Bjarnason rifjar upp þessi skrif Egils frá haustinu 2009. Þau eru áminning um hugarfarið eftir hrun, einkum vinstrimanna. Ísland er ónýtt, var viðkvæðið.

Þetta hugarfar hratt okkur út í leiðangra sem hefðu betur ekki verið farnir: að borga Icesave, að sækja um ESB-aðild og að henda stjórnarskránni.

Reiðin litaði dómgreindina, við sjáum það núna. Ábyggilega líka Egill Helga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú er öldin önnur og í dag hefur Egill sett á fullt stím í vörn fyrir félaga Corbyn.

http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2018/02/23/ankanalega-vingjarnlegu-sovetagentarnir/

Ragnhildur Kolka, 25.2.2018 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband