Ekkert sumar á Sýrlandi

Tyrkneski herinn réðst inn í Afrin-héraðið í Norður-Sýrlandi til að hrekja þaðan hersveitir Kúrda. Til að verja héraðið taka Kúrdar upp samvinnu við sveitir Assad Sýrlandsforseta.

Assad er náinn bandamaður Rússa sem veita stjórnarhernum margvíslega aðstoð í lofti og láði. 

Hersveitir Tyrkja, sem eru að stórum hluta skipaðar sýrlenskum andstæðingum Assad, gætu átt von á harðri viðtöku sameinaðs herstyrks Kúrda og sýrlenska stjórnarhersins er nýtur stuðnings Rússa.

Die Welt gerir því skóna að borgarastyrjöldin í Sýrlandi verði flóknari þegar fyrrum andstæðingar, Kúrdar og Assad forseti, taka höndum saman.

Það verður ekkert sumar á Sýrlandi í ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Mikið til í þessu. Það verða engin grið gefin.

Wilhelm Emilsson, 20.2.2018 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband