Miðvikudagur, 14. febrúar 2018
RÚV leggur sterka stjórnmálamenn í einelti
RÚV stundar að taka fyrir sterka stjórnmálamenn og leggja þá í einelti. Ásmundur Friðriksson er nýjasta fórnarlambið. Önnur síðustu misseri eru Sigríður Á. Andersen, Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð.
RÚV stundar raðfréttamennsku í útvarpi, sjónvarpi og á netinu og býr til andrúmsloft eineltis þar sem skoðanir verða að staðreyndum. Málsbótum fórnarlamba er stungið undir stól. Hlutlægni og fagmennska eru látnar lönd og leið. Fjölmiðlar eins og Stundin og Kjarninn eru liðtækir í samvinnunni við RÚV og samfélagsmiðlar magna eineltið.
Vinstrimenn standa vörð um ósómann og moka fjármunum í eineltisstofnunina.
Telur fréttaflutning jaðra við einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú leggur náttúrlega enga í einelti, hvorki til að mynda vinstri menn eða múslíma.
Öfgahægrikarl sem þykist vera með englavængi.
Þorsteinn Briem, 14.2.2018 kl. 21:02
24.10.2013:
"Samkvæmt könnun MMR bera 52,3% mikið traust til RÚV en 17,4% lítið traust.
"Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 77,1% bera mikið traust til lögreglunnar, 61,3% til Háskóla Íslands, 52,3% til Ríkisútvarpsins og 48,6% til Háskólans í Reykjavík.
Til samanburðar sögðust 9,2% bera mikið traust til bankakerfisins, 10,2% til Fjármálaeftirlitsins, 12,7% til fjölmiðla og 12,9% til lífeyrissjóðanna."
Þorsteinn Briem, 14.2.2018 kl. 21:06
Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, í umræðum á Alþingi í nóvember 2003:
"Meira að segja harðir einkavæðingarmenn eins og ég geta ekki hugsað sér að einkavæða Ríkisútvarpið.
Það segir allt sem segja þarf um þennan markað þannig að samkeppnin leysir ekki þetta mál, því miður."
Þorsteinn Briem, 15.2.2018 kl. 00:10
1.2.2013:
"Meirihluti Íslendinga er andvígur því að ríkið selji eignarhluti sína í Landsvirkjun, Landsbankanum og Ríkisútvarpinu, samkvæmt niðurstöðu könnunar MMR.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 40,6% fylgjandi því að ríkið selji eignarhlut sinn í Landsbankanum, 22,8% sögðust fylgjandi því að ríkið selji eignarhlut sinn í Ríkisútvarpinu og þá voru 14,7% fylgjandi því að ríkið selji eignarhlut sinn í Landsvirkjun.
Stuðningur við eignasöluna er minni nú í öllum tilvikum en þegar sambærileg könnun var gerð fyrir ári síðan."
Meirihluti Íslendinga er andvígur sölu á Ríkisútvarpinu, Landsvirkjun og Landsbankanum og andstaðan hefur aukist
Þorsteinn Briem, 15.2.2018 kl. 00:11
Það er engin tilviljun, að Gróa í Efstaleiti leggur enga vinstri menn í einelti, einungis hægri- og miðjumenn (Ásmundur og Sigmundur Davíð eru á miðjunni, ekki trúlausir, galnir frjálshyggjumenn).
Jón Valur Jensson, 15.2.2018 kl. 02:03
Og Rúv leggur sízt af öllu ESB-innlimunarsinna í einelti.
Niður með Ekkifréttastofu Gróu í Efstaleiti !
Jón Valur Jensson, 15.2.2018 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.