Laugardagur, 10. febrúar 2018
Eyrún fær hatursverkefni
Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi hatursorðræðu fær verkefni til að rannsaka; hatursummæli á Pírataspjallinu.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson beinir verkefninu til Eyrúnar eftir umræðu á téðu spjalli um trúarlega merkingu umskurðar.
Eyrún hefur dregið menn fyrir dóm vegna ummæla um minnihlutahópa. Gyðingar eru sannanlega slíkur hópur. Og hvað skyldi nú réttvísin aðhafast gagnvart Pírataspjallinu?
Athugasemdir
Það verður fróðlegt að sjá hvernig haturslöggan tekur á þessu. Í öllu falli verður málinu ekki vísað frá vegna þess að Vilhjálmur eigi ekki hagsmuna að gæta.
Ragnhildur Kolka, 10.2.2018 kl. 09:19
Merkilegt að þeir sem mest kvarta undan hatursorðræðu skuli vera þeir sem stunda hana mest, til að mynda í garð múslíma.
Á góðri íslensku er það kallað siðblinda.
Þorsteinn Briem, 10.2.2018 kl. 14:11
Sæll
Ég tel "Steina Briem" haf farið yfir öll mörk með með því að bendla alla sem gagnrýnt hafa kenningar Múhameðs við hatur. Þeir eru þó vissulega til. Leyfi mér að leggja til að þeir sem ekki halda sig innan siðlegra marka í umræðum fái reisupassann.
Fleiri haturskærumál eru á borði lögreglunnar sem ekki fæst fjallað um. Viss brot á lögum virðast þannig vera liðin án þess að nokkuð fáist að gert.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 10.2.2018 kl. 15:39
En mér er spurn, hvernig stendur á því að menn jagast á orðinu "minnihlutahópur" ... merking laganna, er að vernda þá sem eru "minni máttar" ... ekki út frá "stærð" hópsins. Að einhver "asni" tjái skoðun sína, til dæmis eins og Trump ... er ekki árás á "minnihlutahóp". Að fólk tjái skoðun sína á umskurði er ekki hatursræða, hvorki gegn múslimum eða gyðingum. Þessir hópar eru ekki einir um slíkt ... og hvorugir þessa hópa eru "minni máttar".
Örn Einar Hansen, 11.2.2018 kl. 06:17
Eftir að hafa lesið það sem Vilhjálmur skrifar, verð ég að segja að mál hans á sér stoð. Og tillaga Pírata um að gera þetta hegningarvert, er náttúrulega alveg út í hött. Hér er verið að leggja tillögu um að gera múslima og gyðingar "glæpamenn" með einu pennastriki. Slíkt er bara ga-ga ... ku kú.
Örn Einar Hansen, 11.2.2018 kl. 06:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.