Föstudagur, 9. febrúar 2018
Blaðamenn eru almannatenglar
Þegar dagar flokksblaðamennsku voru taldir, svona í kringum 1990, stóðu vonir til að blaðamennskan yrði faglegri. Flokksblaðamennskan var góð fyrir sinn hatt. Flokksblöðin kynntu stjórnmál og heimssýn til samræmis við stefnu þeirra flokka sem þau fylgdu að málum.
En fagmennskan varð aldrei. Íslenskir blaðamenn lentu undir hrammi auðjöfra af ýmsum sortum, létu fagmennsku lönd og leið urðu málpípur viðskiptahagsmuna.
Eftir hrun og netbyltingu losnaði um hreðjatök auðmanna á fjölmiðlum og flóran varð fjölbreyttari. En fagmennskan náði sér ekki strik. Fréttir urðu ekki nákvæmari, efnismeiri eða hlutlægari heldur að skoðanakenndu froðusnakki þar sem ekki má á milli sjá hvort maður les færslu á samfélagsmiðli eða fjölmiðli.
Blaðamenn urðu almannatenglar, skrifa upp skoðanir eftir pöntun og kalla fréttir. Enda leita þeir fastri ábúð hjá ráðsettum stofnunum. Sem almannatenglar.
Blaða- og fréttamenn kalla sig fjórða valdið og þykjast tala fyrir hagsmunum þjóðarinnar. En án fagmennsku eru þeir það sem heiðvirðir blaðamenn kölluðu almannatengla hér áður: lygarar til leigu.
Athugasemdir
En hvað ég er sammála þér Páll.
Haukur Árnason, 9.2.2018 kl. 11:52
Morgunblaðið og mbl.is eru flokksblöð Sjálfstæðisflokksins og tóm della að íslensk flokksblöð eða mörlenskar málpípur stjórnmálaflokka hafi liðið undir lok.
Þorsteinn Briem, 9.2.2018 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.