Föstudagur, 9. febrúar 2018
Rökin fyrir EES eru hrunin
Fríverslunarsamningur Evrópusambandsins við Kanada kippir stoðunum undna EES-samningnum milli okkar og Norðmanna annars vegar og hins vegar Evrópusambandsins.
Opinber stefna ESB hingað til er að bestu viðskiptakjör í Evrópu bjóðist þeim þjóðum sem eru innan ESB en þau næstbestu þjóðum á EES-svæðinu. Nú liggur fyrir að fríverslunarsamningur ESB við Kanada býður betri kjör en EES-samningurinn.
Margvíslegt óhagræði er fyrir okkur að sitja uppi með EES-samninginn. Í gegnum samninginn þurfum við að taka upp ýmsar íþyngjandi reglur frá ESB.
Bretar líta til fríverslunarsamnings ESB við Kanada sem fyrirmynd að uppgjöri við ESB eftir Brexit. En hnífurinn stendur í kúnni þar sem bankaviðskipti eru annars vegar. Ísland þarf ekki á sameiginlegu evrópsku bankaregluverki að halda. Iceave bólusetti okkur fyrir bankaútrás næstu 100 árin.
EES-samningurinn er kominn með síðasta söludag. Strax og Bretar hafa samið við ESB um stöðu mála eftir Brexit rennur EES-samningurinn út. Í stað þess að bíða ættu Íslendingar og Norðmenn að semja við ESB á grundvelli fríverslunarsamnings ESB og Kanada.
Kanada nýtur betri kjara en Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
EES samningurinn er fyrir löngu úreltur, enda aldrei hugsaður til lengri tíma. Hann var bara fyrsta skref í annarri vegferð, vegferð sem til allrar guðs lukku var aldrei gengin.
Varðandi bólusetninguna sem þú nefnir, þá hefur hún eitthvað mistekist. Grunnur að nýrri bankaútrás var lögð strax ári eftir hrun og stendur nú sem hæst. Nú, eins og í fyrri bankaútrásinni er byrjað á einum banka, síðan fylgja hinir á eftir.
Gunnar Heiðarsson, 9.2.2018 kl. 07:38
Þannig að efað þú Páll værir alvaldur í landinu að þá myndir þú segja EES-samningnum upp og semja upp á nýtt í anda Kanada samningsins?
Jón Þórhallsson, 9.2.2018 kl. 09:55
Sjálfstæðisflokkurinn vill að tollar á íslenskum sjávarafurðum verði nú felldir niður í Evrópusambandsríkjunum fyrir íslenska útgerðarmenn.
En flokkurinn vill að sjálfsögðu ekki að tollar á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandsríkjunum verði felldir niður fyrir íslenska neytendur.
Þorsteinn Briem, 9.2.2018 kl. 12:13
Heildarstuðningur við landbúnað hér á Íslandi hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.
Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.
Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.
Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.
Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur.
Þorsteinn Briem, 9.2.2018 kl. 12:15
Undirritaður hefur búið víða á meginlandi Evrópu og tómt bull að matur þar sé verri eða hættulegri en hér á Íslandi, enda gilda reglugerðir Evrópusambandsins um matvæli á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, einnig hérlendis.
Bændablaðið 30.1.2018:
"Í haust greindust tveir plöntusjúkdómar í tómatrækt hérlendis. Um er að ræða veiruna Pepino Mosaic Virus (PepMV) og spóluhnýðissýkingu (Potato Spindle Tuber Viroid - PSTVd).
Niðurstöður rannsóknar Matvælastofnunar gefa til kynna að veirusmitið af völdum PepMV eigi sér sameiginlegan uppruna og sé útbreitt meðal tómatræktenda hérlendis.
Sjúkdómarnir eru ekki skaðlegir fólki en geta valdið miklum afföllum í tómatrækt."
Þorsteinn Briem, 9.2.2018 kl. 12:19
Síðastliðinn mánudag:
"Innflutningur á svínakjöti jókst um 40% á síðasta ári og er nú hlutdeild þess á markaði hér á landi kominn yfir 25% en innlenda framleiðslan hefur lítið aukist á síðustu árum á sama tíma og erlendum ferðalöngum hefur fjölgað ört.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þar segir að þörf veitinga- og gististaða fyrir beikon í morgunmat fyrir stöðugt fleiri ferðamenn eigi þátt í því að innflutningur á svínakjöti hafi stóraukist á síðustu misserum.
Innflutningur á öðru kjöti hefur einnig aukist verulega, svo sem á nautakjötinu, en 35% aukning varð á innflutningi þess á síðasta ári."
Þorsteinn Briem, 9.2.2018 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.