Fimmtudagur, 8. febrúar 2018
Jafnaðarlóan og Ágúst Ólafur
Ef krónan væri með stjórnmálaskoðun yrði hún kennd við samheldni og jöfnuð. Ástæðan er sú að krónan jafnar lífskjörin upp þegar vel árar en dreifir byrðum þegar illa árar.
Auðmenn í Grikklandi vildu ekki fyrir nokkurn mun taka upp drökmu, grískan gjaldmiðil, þegar evru-kreppan reið yfir 2008. Þeir vildu eiga sitt á þurru með evrum en ekki leyfa gjaldmiðlinum að endurspegla grískan veruleika. Grikkir eru enn í evru-kreppu, tíu árum síðar.
Ágúst Ólafur snýr á haus veruleikanum þegar hann segir krónuna gagnast auðmönnum en ekki almenningi. Krónan er sterk núna, eykur kaupmátt almennings. Eftir hrun var hún veik, og kaupmáttur allra skrapp saman en veik króna stuðlaði að sterkri viðspyrnu efnahagskerfisins.
Kreppan á Íslandi stóð í fáeina mánuði, en stendur enn í Grikklandi.
Með því að berjast gegn krónunni grefur Samfylkingin undan samheldi þjóðarinnar og beinlínis biður um aukinn ójöfnuð. Einu sinni stóðu kratar fyrir önnur og geðþekkari pólitísk gildi.
Eins og að vega að lóunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Árið 2006 var hér eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa, sama hvað það kostaði.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að fá Íslendinga til að leggja fyrir og reyna að minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.
Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.
Jöklabréf
En eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008 var hér mikil verðbólga vegna gengishruns íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti nú til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.
15.5.2012:
"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.
Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár."
Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum
Þorsteinn Briem, 8.2.2018 kl. 15:43
17.12.2005:
"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."
"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.
Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."
Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu
Þorsteinn Briem, 8.2.2018 kl. 15:46
Er Ómar búinn að úthýsa þér Steini Briem? :D
Jón Steinar Ragnarsson, 8.2.2018 kl. 16:20
Þetta með Águst Ólaf, er að vitið er ekki meira en Guð gaf.
Hörður Einarsson, 8.2.2018 kl. 16:22
Á það ekki við um flest allt samfylkingarfólk Hörður?
Hrossabrestur, 8.2.2018 kl. 22:10
Ekki verður séð að tími evrunnar sé kominn; miklu fremur er hætta á að hann sé liðinn. Hvað gjaldmiðill þolir neikvæða vexti til lengdar? – Svo er hitt að mjög lágir vextir hafa mjög neikvæð áhrif til lengri tíma litið. Helst að stórfyrirtæki njóti þeirra í auknum hagnaði á kostnað almennra sparifjáreigenda. Samspil eignaverðs og vaxta þekkja jú allir.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 9.2.2018 kl. 13:32
Kannski ættum við bara að breyta nafni krónunnar í Lóu. Það væri milljón Lóu virði. :)
Nafnið vísar til kórónu og á hvort eð er ekki við í dag.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2018 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.