Markaðir falla, launþegar græða

Hluti af skýringunni á falli verðbréfa er að launþegar í Bandaríkjunum fá hærra kaup, vegna þess að atvinnuleysi er í sögulegu lágmarki. Hærra kaupgjald leiðir til hagvaxtar og verðbólgu, sem aftur leiðir til hærri vaxta.

New York Times skýrir verðfall á hlutabréfamörkuðum út frá þessari forsendu og Guardian er á sömu slóðum.

Verðfallið er í raun leiðrétting á verðbréfabólu sem myndaðist vegna þess að peningar voru um hríð ókeypis - án vaxta. Sú tíð er liðin.


mbl.is Misjafnar skoðanir á orsökum lækkunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Og þú fannst svarið: "Verðfallið er í raun leiðrétting á verðbréfabólu sem myndaðist vegna þess að peningar voru um hríð ókeypis - án vaxta. Sú tíð er liðin."

Reyndar hafa vextirnir enn ekki hækkað, en þeir munu gera það.  Hagkerfi komast aldrei upp með að gefa peninga.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.2.2018 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband