Þriðjudagur, 30. janúar 2018
Oddi starfar í hálaunalandi
Oddi þoldi ekki tvöfalda launahækkun sterkrar krónu og prósentuhækkun í kjarasamningum og segir upp 86 starfsmönnum.
Verkefni Odda verða flutt til láglaunalanda enda Ísland hálaunaland.
En launin eru of lág á Íslandi er viðkvæðið, við búum í þrælakistu.
Ef Oddi ætti kost á láglaunafólki hefði ekki verið gripið til uppsagna.
86 sagt upp hjá Odda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ein hlið á málinu er að hluthafar Odda gera hærri kröfur um afrakstur af fjárfestingu sinni en náð verður með því að greiða starfsmönnum mannsæmandi laun.
Margur maðurinn mun nú þakka fyrir hið opna viðskiptaumhverfi sem okkur hefur staðið til boða í rúm tuttugu ár og fært okkur skemmtilegar nýjungar eins og Iceasave og órekjanlega bankareikninga í Lúxemborg, sem eru sagðir í eigu fyrirtækja á Tortóla! Sagði einhver ESB/EES?
En andmæli maður þessu ástandi er maður víst rasisti eða eitthvað þaðan af verra
Flosi Kristjánsson, 30.1.2018 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.