Þriðjudagur, 30. janúar 2018
Sósíalismi í verkó og félagsauður
Verkalýðshreyfingin fær óbeina aðkomu að ákvörðunum ríkisvaldsins í krafti félagsauðs. Þá er verkalýðshreyfingunni treyst fyrir aðkomu að lífeyrissjóðum, sem ávaxta ævisparnað þjóðarinnar.
Félagsauður verkalýðshreyfingarinnar safnaðist upp í áratugi, ASÍ er ekki nema rétt rúmlega 100 ára. Það er hægt að sóa þessum félagsauði á altari hugmyndafræði eins og sósíalisma, sem margsannað er að virkar ekki; hvorki í Sovétríkjunum í gær eða Venesúela í dag.
Ísland er eitt mesta jafnlaunalandið í allri heimsbyggðinni. Það er ekki hægt að finna jafnari dreifingu launatekna en einmitt á Íslandi.
Uppreisnin í verkalýðshreyfingunni er hreinn og klár popúlismi, sprottinn úr sama jarðvegi og reyndi að umbylta stjórnmálakerfinu eftir hrun. Popúlisminn elur á óánægju annars vegar en lofar hins vegar gulli og grænum skógum.
Ef uppreisnaröflin sigra mun ríkisvaldið þvo hendur sínar af verkalýðshreyfingunni og lífeyrissjóðirnir verða settir beint undir stjórn ríkisins.
Á meðan félagsauður verkalýðshreyfingarinnar brennur upp skemmta sósíalistarnir sér, - líklega á borgaralaunum.
Sósíalistaflokkurinn bjóði fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyndist þér ekki forvitnilegt að vita hvort Sigurður hafi útskrifast úr Verkalýðsskóla Sjálfstæðisflokksins?
https://www.facebook.com/VerkalydsradSjalfstaedisflokksins/photos/a.272972289495494.68771.235554079903982/272972292828827/?type=3&theater
Jón Páll Garðarsson, 30.1.2018 kl. 12:15
Þetta er nú meiri bull færslan hjá þér Páll og alls ekki í neinu samhengi við þín annars góðu skrif.
Sigurður Bessason grípur þarna í örvæntingu einhver bullrök, önnur á hann ekki, gegn framboði grasrótarinnar. Það er alls ekki víst að grasrót Eflingar sé nægjanlega virk til að ná völdum, en svona málflutningur sem fráfarandi formaður velur, mun vissulega styrkja grasrótina.
Það vill nefnilega svo undarlega til, að jafnvel þó meðallaun hafi hækkað verulega og ágætis prósentuhækkanir fengist, er enn stór hópur fólks sem verður að sætta sig við strípuð lágmarkslaun, laun sem á engan hátt duga til að framfleyta sér. Þetta er sami hópur og var skilinn undan í síðasta "góðæri", hópur sem þó fékk engar undanþágur frá því að taka á sig byrgðar hrunsins. Hvort þessi hópur sé nógu öflugur til að taka yfir annað stæðsta stéttarfélag landsins, skal ósagt látið, en engan ætti að undra þó það sé reynt!
Gunnar Heiðarsson, 30.1.2018 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.