Föstudagur, 26. janúar 2018
Trump, Norður-Kórea og Palestína
Trump náði árangri þegar hann sýndi Norður-Kóreu hörku í stað þess að bera fé á stjórnarherrana. Palestínumenn fá sömu meðferð og niðurstaðan er fyrirsjáanleg.
Í kalda stríðinu léku herskáir leiðtogar iðulega þann leik að hóta viðkvæmu valdajafnvægi stórveldanna til að fá mútur. Norður-Kórea og Palestína eiga það sameiginlegt að fámenn valdaklíka er með tögl og hagldir í viðkomandi ríkjum. Valdaklíkurnar kaupa sér stuðning innanlands með fégjöfum. Og til þess þarf ,,erlenda aðstoð."
Til að knýja fram ,,erlenda aðstoð" hóta valdaklíkurnar reglulega að hleypa öllu í bál og brand. Á tímum kalda stríðsins gaf þessi aðferð vel. Bandaríkin voru sérstaklega örlát að kaupa frið.
En kalda stríðinu er lokið og Trump lætur ekki hóta sér. Norður-Kórea reyndi að þvinga fram mútugjafir með kjarnorkuvopnaskaki. Gekk ekki. Palestínumenn settu á svið hávaða og læti vegna ákvörðunar um flutning á sendiráði Bandaríkjanna til Jerúsalem. Gengur ekki.
Hótar að stöðva fjárhagsaðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.