Heimsendi frestað vegna hlýnunar

Hlýnun af mannavöldum, gróðurhúsalofttegundum, mun ekki gera jörðina óbyggilega á 100 árum, segir ný rannsókn í Nature er Guardian gerir skil.

Heimsendaspámenn, stundum kallaðir hlýnunarsinnar, hafa í meira en tvo áratugi boðað heimsendi vegna gróðurhúsalofttegunda. Rannsóknin afhjúpar fyrri spádóma sem ótrúverðugar ýkjur.

Íbúum heimsbyggðarinnar hlýtur að vera létt, Áströlum sérstaklega.


mbl.is Von á 40 stiga hita í 3-5 daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Endilega lesa þetta allt og fræða sig um málin!  Í lok greinarinnar er tekið fram að EKKI er tekið tillit til aukningar í útlosun metans úr sífrera vegna hlýnunar.  Gróðurhúsaáhrif metans eru mörgum sinnum meiri heldur en koldíoxíðs og milljarðar tonna af metani eru bundnir í sífrera Norður Ameríku, Rússlandi og Síberíu.  Ég fyrir mitt leyti vona að mannkyninu takist að forða því að gera jörðina óbyggilega í náinni framtíð.  Ég hef lesið mér talsvert til um umhverfismál og áhrif hlýnunar og man ekki eftir að hafa lesið um spádóma um að jörðin yrði óbyggileg eftir öld.  Menn hafa notað 2100 sem ákveðið viðmið til að halda hlýnun innan ákveðinna marka og sem viðmiðunarmörkunum í reiknilíkönum.  Fimm af heitustu árum síðan 1890 hafa verið eftir 2010.  2017 lítur út fyrir að verða annað heitasta árið frá 1890.  Það heitasta var 2016.  Vonandi rætast hagstæðari slátra, en undandarinn áratugur finnst mér ekki gefa sérstaka ástæðu til bjartsýni.  En auðvitað er þetta tóm della eins og bullið um að jörðin sé hnöttur!

Arnór Baldvinsson, 19.1.2018 kl. 04:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband