ESB reynir að deila og drottna í Brexit

Nýjasta útspil valdhafa Evrópusambandsins er að bjóða Bretum að hætta við útgöngu. Brexit, útganga Breta úr ESB, var niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi.

Tilboð ESB um að Bretar hætti við útgöngu er beinlínis gerð til að auka úlfúð í breskum stjórnmálum. Þessi aðferð heitir að deila og drottna. Heimsveldi, allt frá dögum Rómarveldis, nota aðferðina til að veikja andstæðinginn.

Mikilvægasti lærdómurinn sem við getum dregið af Brexit er hvernig ESB tuddast á þjóðum sem voga sér að afþakka aðild að félagsskapnum.


mbl.is Brexit rætt í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband