Oprah styður Trump

Eins og Donald Trump er Oprah Winfrey sjónvarpsstjarna. Bæði hún sjálf og fjölmiðlar, sem boða forsetaframboð hennar, styðja þá kenningu að Donald Trump búi yfir þeim eiginleika sem skiptir máli í embættið - að vera frægur.

Trump notaði frægð sína til að verða frambjóðandi með sigurlíkur. Sem frambjóðandi sagði hann það sem stór hluti kjósenda vildi heyra. Þannig varð hann forseti.

Verkefni Oprah Winfrey er að finna orðræðu sem selur í pólitík. Ólíklegt er að henni takist það. Oprah er holdtekja stjórnmála sem Bandaríkjamenn höfnuðu með kjöri Trump.


mbl.is Oprah sögð íhuga forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mætti þá ekki segja að karlmenn séu sterkara kynið 

t.d. ef að Oprah sem að er þekkt fyrir kvennabaráttu

viðurkennir karlmann sér æðri?

Jón Þórhallsson, 9.1.2018 kl. 10:45

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

"stór hluti kjósenda vildi heyra."

Gersamlega röng túlkun á þessum málum, en túlkun sem eru skiljanlega úr munni "góða fólksins", í tilraun að mála Trump sem "Hitler".

Það var PC (eða Political Crap), sem fólkið var orðið hundleitt á.  Fólk mátti ekki segja píka, gömul góð orð voru tekin úr túngunni. En í staðinn sett hrokyrði frá trúafstækisfólki.

Trump kom fram, og leit út eins og sá sem "vogaði" að segja það sem rétt var. Vogaði sér að kalla píku, fyrir píku.

Það var ekki "frægð" Trump, heldur sú staðreynd að hann var "á móti" þeim frægu. Og þetta getur maður séð, allt frá 7 og 8 áratugnum, þar sem Trump hefur komið fram og mótmælt.

Örn Einar Hansen, 9.1.2018 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband