Konur eru sterkara kynið

Lífsþróttur kvenna er meiri en karla. Konur lifa fremur af erfiðar aðstæður en karlar, eru niðurstöður danskrar alþjóðlegrar rannsóknar. Íslenskar konur lifðu til að mynda fremur en karlar af mislingafaraldur á 18. öld.

Telegraph segir frá rannsókninni sem studdist við fjölda samantekta á dánartíðni vegna sjúkdóma og hungursneyða.

Getum er leitt að því að erfðaefni kvenna geri þær hæfari til að komast af við lífshættulegar aðstæður en einnig koma við sögu þættir eins og áhættuhegðun, sem karlar fremur en konur sýna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband