Lífeyrissjóðirnir afhendi ríkinu eigur sínar

ASÍ vill að skattakerfið eyði launaójöfnuði í landinu. En skattkerfið er ekki hannað til að minnka eða auka launamun heldur til að afla ríki og sveitarfélögum tekna til að standa undir samneyslu.

Ef ASÍ er í raun áhugasamt um að sem mestur launajöfnuður ríki í landinu ættu samtökin að berjast fyrir því að lífeyrissjóðirnir afhendi ríkissjóði allar eigur sínar, þ.m.t. ráðandi hlut í mörgum stærstu fyrirtækjum landsins.

Laun eru ákveðin með kjarasamningum. Lífeyrissjóðum, sem ASÍ stjórnar í félagi við Samtök atvinnulífsins, væri í lófa lagið að móta jafnlaunastefnu í stærstu fyrirtækjum landsins.

Þegar það liggur fyrir að ójafnræði launa á vinnumarkaði sé of mikið, að mati ASÍ, er nærtækast að ríkisvaldið fái ráðandi hlut lífeyrissjóðanna í stórfyrirtækjum og keyri í gegn jafnlaunastefnu. 

Ef það er í raun jafnlaunastefna sem ASÍ berst fyrir. En um það má efast.

 


mbl.is Hátekjuhópar fái sexfalt meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gallinn við þessa hugmynd er sú að ASÍ á ekki eignir lífeyrissjóðanna heldur eru það sjóðsfélagar í þeim sem eiga þá og því getur ASÍ ekki gefið eignir þeirra. Þessar eignir sjóðsfélaganna eru þar að auki verndaðar af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar þannig að meira að segja Alþingi getur ekki gert þessar eigur upptækar.

Sigurður M Grétarsson, 8.1.2018 kl. 14:32

2 Smámynd: Hrossabrestur

Tekjujöfnun gegnum skattkerfi orkar tvímælis, er rétt að taka skattpeningana okkar og niðurgreiða laun hjá fyrirtækjum sem ekki vilja greiða mannsæmandi laun? væri ekki réttara að setja með lögum lágmarkslaun sem duga til að lifa af og kannski borga smá skatt með reisn, nú ef eitthvað þarf að gera sem er samfélagslega nauðsynlegt og nær ekki tekjum til að greiða lágmarkslaunin, þá er eðlilegra að hið opinbera styrki viðkomandi rekstur beint en ekki gegnum skatta launþega þess.

Hrossabrestur, 8.1.2018 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband