Mánudagur, 8. janúar 2018
Frosti borgarstjóri
Borgarlína vinstrimanna verður aðeins að veruleika ef fólk er þvingað úr einkabílum yfir í almenningssamgöngur. Þvingunin verður í formi verri þjónustu við almenning, færri og dýrari bílastæði, álögur á bíla og eldsneyti.
Borgarlína vinstrimanna verður stærsta málið í borgarstjórnarkosningunum í vor.
Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur og fyrrum þingmaður er maðurinn til að stöðva borgarlínuna. Hann þarf að verða borgarstjóri.
Kostar heimili 1-2 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er engin að tala um að þvinga einn eða neinn yfir í bíl. Ef það tekst að skipuleggja bílinn út sem nauðsyn þá munu margir kjósa að sleppa honum.
Þegar ástandið er þannig á borgasvæði að bíll er félagslegur aðgöngumiði því ekki sé með góðu móti hægt að stunda vinnu, sinna líkamsrækt, tómstundum og afreyingi auk þess að heimsækja reglulega vini og ættingja án þess að eiga bíl þá erum við að taka um misheppnað borgarskipulag. Þannig er höfuðborgarsvæðið í raun í dag fyrir marga og því þarf að breyta og er borgarlínan viðleytni í þá átt. Þeir sem gagnrýna hana þurfa þá að benda á aðra betri leið að því marki að skipuleggja einkabílinn út sem nauðsyn.
Sigurður M Grétarsson, 8.1.2018 kl. 08:21
Sigurður, ertu virkilega svo "stropaður" að halda að samgöngumálin í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu leysist með tilkomu borgarlínu? og heldur þú að þeir sem ekki hafa getað rekið strætó hingað til geti eitthvað frekar rekið batterí sem kallast borgarlína?????
Jóhann Elíasson, 8.1.2018 kl. 08:38
Ég hef ekki haldið því fram að borgarlínan leysi öll samgönguvandamál í borginni en hún er nauðsynlegur hluti þeirrar lausnar.
Strætó hefur verið ágætlega rekinn en vandinn er meðal annars sá að það eru 6 sveitafélgög sem standa að því kerfi og eru þau ekki að fullu sammstíga í þeim rekstri. Aðal vandinn er of dreifð byggð sem gerir rekstur almenningssamgangna mjög erfiðan og það er þess vegna sem verið er að taka samam áætlun um uppbyggingu borgarlínu og þéttingu byggðar.
En allavega þá verður ástæandið mun verra í framtíðinni ef við höldum áfram úthverfavæðingunni og einblínum á einkabílinn sem lausn í samgöngmálum.
Sigurður M Grétarsson, 8.1.2018 kl. 08:59
Ég var að lesa það sem þú bloggaðir um þetta og þar sem þú berð saman kostnaðinn við umferðarmannvirkin í framtíðinni með því að haldið verði áfram á þeirri braut sem er núna (en þar gerir þú ekki neitt í því að spá í hvort það að láta umferðarmannvirkin drabbast niður, eins og gert er í dag sé valkostur) eða fara í gerð borgarlínu, er engu líkara en borgarlínan kosti EKKERT. Finnst þér virkilega að svona vinnubrögð séu í lagi?????
Jóhann Elíasson, 8.1.2018 kl. 09:17
Ég veit ekki með aðra en ég hef engan áhuga á að borga fyrir þetta risaeðlu gæluverkefni borgarstjóra reykjavíkur, þetta mun fara lóðbeint á hausinn og almenningssamgangnaþjónusta verður verri en hún er í dag fyrir vikið.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 8.1.2018 kl. 09:19
Það er gert ráð fyrir að á næstu 20 árum muni íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um 70 þúsund manns, væntanlega um ca. 100 þúsund manns á næstu 30 árum. M.a. mun fjölga verulega austast á svæðinu, þegar bætt verður byggð í hlíðum Úlfarsfells, ný byggð í Blikstaðalandi, aukin byggð í Helgafellslandi, Gufunesi, Ártúnshöfða o.s.fr. Með núverandi einkalebílafyrirkomulagi myndi þetta þýða að eftir 30 ár væru 70 þúsund fleiri bílar að keyra á götum borgarinnar. Umferð um Ártúnsbrekkuna væntanlega 50% meiri en í dag. Frosti segir ekkert hvar hann vilji koma þeim bílum fyrir eða hvað umferðarmannvirki fyrir þá muni kosta hvert heimili margar milljónir.
Einar Karl, 8.1.2018 kl. 09:50
Ég tek undir með þér Páll, það þarf mann eins og Frosta Sigurjónsson í embætti borgarstjóra. Ég sakna þess að hafa hann ekki á Alþingi þar sem hann var ötull talsmaður og sannsýnn. Að fá hann sem borgarstjóra yrði happafengur fyrir Reykvíkinga og landsmenn alla.
Tómas Ibsen Halldórsson, 8.1.2018 kl. 09:55
Byggðin á höfuðborgarsvæðinu er allt of dreifð til að hægt sé að halda uppi almenningssamgöngum sem virka nema þá með svo gríðarlegum kostnaði að það er ekki verjandi.
Þorsteinn Siglaugsson, 8.1.2018 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.