Skaðaminnkun

Enginn velur að verða háður fíkniefnum, brenna allar brýr að baki sér enda heimilislaus útigangsmaður. Samt er ekki hægt að segja að einhverjir ,,lendi í" slíkum aðstæðum. Frjáls vilji kemur við sögu þótt erfðir, uppeldi og félagslegar aðstæður ráði miklu.

Mannlífið er þannig að sumir lenda utangarðs og búa við bágar aðstæður.

Einn mælikvarði á samfélag er hversu vel er búið að þeim sem eiga erfiðast uppdráttar. Þeir sem sinna þjónustu við þennan hóp, og reyna að minnka skaðann, eru hvað dýrmætasta starfsfólkið í siðuðu samfélagi. 


mbl.is Efla þarf skaðaminnkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband