Ofgnótt og öfgar haldast í hendur

Allir þurfa að borða. Margir borða of mikið en fáir of lítið. Tískusveiflur í mataræði kenna stundum að best sé að borða eingöngu kolvetni en núna á kjötið að ryðja öðrum matvælum af borðum. Grænmeti er annar lífstíll og svo er til kenningin um að svelta sig í þrjá daga en borða vel í tvo.

Frá miðöldum var mataræði Íslendinga þannig að mjólkurmatur hélt í okkur lífinu með eilitlu af kjöti og smávegis fiskmeti en kolvetni fengust með fjallagrösum og þara. Íslendingurinn var svangur alla daga, nema kannski á jólunum.

Ofgnóttin sem við búum við leyfir okkur taka þátt í matartískunni, kaupa jafnvel rándýr tæki til að elda rétt. En það er með matinn eins og annað að meðalhófið reynist iðulega best.


mbl.is Kjöt, kjöt og bara kjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þjóðin sem vill ekki kannast við að hafa tekið þátt í góðæriskapphlaupinu eltir nú hvert annað með “Sous vide”, hamborgarahrygg á aðfangadag og “Beef Wellington” á gamlárs. Öfgar, ofgnótt og hjarðmennska gætu verið einkunnarorð á skjaldarmerki þessarar þjóðar.

Ragnhildur Kolka, 30.12.2017 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband