Miðvikudagur, 27. desember 2017
Bretar vilja ekki verða hjálenda Evrópusambandsins eins og Ísland sem, ásamt Noregi og Lichtenstein, eru aðilar að EES-samningnum. Þetta segir Boris Johnson utanríkisráðherra Breta.
Breskir ESB-sinnar, t.d. Anatole Kaletsky, voru fljótir til ög sögðu valið standa á milli þess að fara í þykjustunni úr ESB, með því að verða EES-ríki eins og Ísland, eða afturkalla Brexit og vera áfram aðildarríki ESB.
En ráðamenn í Evrópusambandinu átta sig á að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrsögn Breta, þ.e. Brexit, verður ekki afturkölluð. Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þýskalands, leggur fram þá tillögu að væntanlegir samningar við Breta verði sniðmát fyrir önnur ríki, t.d. Tyrkland og Úkraínu, sem vilja viðskiptasamband við ESB en verða ekki aðildarríki.
Um leið og það skýrist að Bretland verður ekki hjálenda ESB, líkt og Ísland, Noregur og Lichtenstein, er ESB-samningurinn orðinn úreltur. Fyrirkomulagið sem Bretar og ESB verða ásátt um er til muna fýsilegri kostur en EES-samningurinn, sem upphaflega var gerður fyrir væntanleg aðildarríki ESB. Hvorki Ísland né Noregur verða aðildarríki ESB í fyrirsjáanlegri framtíð.
Athugasemdir
Hjálendustimpill Boris Johnsons er réttnefni á því sem Jón Baldvin kallaði einu sinni -allt fyrir ekkert. Nu sér hann reyndar ESB sem brennandi hús.
Ragnhildur Kolka, 27.12.2017 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.