Ásakanamenning og þröngsýni

Hættið að kenna öðrum um ykkar ófarir, er jólaboðskapur erkibiskupsins í York. Annar áhrifamaður í Bretaveldi, Jo Johnson ráðherra háskóla, varar við þeirri hneigð háskóla að útiloka hugmyndir sem nemendur eru ósammála.

Ekki er tilviljun að varnaðarorð um ásakanamenningu annars vegar og hins vegar þröngsýni eru höfð uppi á sama tíma. Það er orðin lenska að kenna öðrum um þegar fólk klúðrar lífi sínu í stóru eða smáu. Og það eru, ekki síst í háskólum, hafðar í frammi kröfur um að óæskilegum skoðunum sé úthýst.

Samhengið á milli þröngsýni og þess að kenna öðrum um ófarir sínar er líka augljóst. Sá þröngsýni er svo upptekinn af sjálfum sér að hann lítur á aðra sem verkfæri til að uppfylla persónulegar þarfir sínar. Þegar út af bregður, og líf hins þröngsýna er eitthvað minna en fullkomið, hlýtur það að vera öðrum en honum sjálfum að kenna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Heyr heyr. Mæl þú manna heilastur sem jafnan kæri Páll.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.12.2017 kl. 15:37

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gamla máltækið "hver er sinnar gætu smiður" þótti ágætt, lengi vel.  Sennilega tengist ásakanamenningin eitthvað því að "kerfið" hefur tekið að sér að skammta fólki gæfuna.  Það er nefnilega ekki gefið að "kerfið" sé réttlátt og fari ekki í manngreinarálit.

Kolbrún Hilmars, 26.12.2017 kl. 18:00

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Gamla máltækið er frá 300 f.kr. och sagt af Rómverskum diktator "Faber est suae quisque fortunae".

"Cencur" hefur alltaf átt sér stað í skólum, og þá séstakleg háskólum.  Síðan finnst mér nú þessum biskup farast að ræða þetta, því fáir eru jafn þröngsýnir og trúarbrögðin.  Og kristin trú, er ekkert betri ... Rómverska kyrkjan sveik Evrópu margsinnis, vegna ótta við Islam eftir að krossferðirnar töpuðu. Þeir eru margar ættirnar, sem hafa horfið vegna svika kirkjunar.

Svo, er tæplega hægt að kalla aukna "trúarvæðingu" Evrópu, með Islam ... sem að "auka" viðsýni.

Örn Einar Hansen, 27.12.2017 kl. 08:40

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ástæðan fyrir því að ég bendi á upphaf máltækisins, er að benda á hversu "öfugsnúið" þetta máltæki er.  Kristin trú, er upphaflega "viðsýn" í þeim skilningi, að þau bera þann boðskap að allir menn eru guðs börn ... ekki bara 6000 sálir. En þrátt fyrir þennan boðskap, og að "guð" fórnaði syni sínum, fyrir mennina ... þá hefur alltaf verið sá kjarni innan kristinar trúar, að messias komi aftur ... og dæmi allt mankynið, nema örfá útvalda, sem er kjarni "upphafstrúarinnar".

Slíkt hugmyndaflug ... gætur tæplega kallast "víðsýni".

Örn Einar Hansen, 27.12.2017 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband