Sunnudagur, 17. desember 2017
Hve margir flugvirkjar hætta eftir 1 til 4 ára starf?
Um 20 til 30 prósent þingmanna hætta eftir 1 til 4 ár á alþingi, samkvæmt reynslu síðustu kjörtímabila. Hversu margir flugvirkjar hætta störfum fyrstu 4 starfsárin? Líklega ekki margir.
Verkalýðshreyfingin getur ekki miðað sig við launakjör alþingismanna nema taka það með í reikninginn að störf þingmanna eru allt annars eðlis en venjuleg launavinna.
Ef flugvirkjar, og aðrir launamenn, stæðu frammi fyrir því að á 4 ára fresti hið minnsta yrðu þeir að standa frammi fyrir þjóðinni og biðja um framhaldsráðningu mætti kannski leggja að jöfnu störf launþega og þingmanna. En svo er ekki.
![]() |
Þeirra er ábyrgðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hélt eitt andartak að þú myndir bera saman ábyrgð þessara stétta sem þú nefndir. Flugvirkjar eru í 5 ár iðnnemar og hafa því kynnst starfinu all rækilega áður en þeir eru viðurkenndir sem flugvirkjar.
Mjög margir þeirra detta mjög fljótt úr vegna þess að þeir standast ekki þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Fara mjög margir í önnur störf sem ekki gerir jafn erfiðar kröfur á þá enda námið góður grunnur í mörgum öðrum greinum.
Mér dettur í hug að þú skoðir þá staðareynd hversu margir kennarar hætta í starfi eftir fyrsta og annað starfsár.
Kristbjörn Árnason, 17.12.2017 kl. 20:16
Ég held að kennaralaun séu eitthvað 450 til 500 þús. og kannski slaga heildarlaunin upp í 550 þúsund á mánuði að meðaltali. Flugvirkjar eru með yfir 800 þúsund á mánuði í heildarlaun að meðaltali.
Og þeir eru allnokkrir kennararnir sem reyna fyrir sér með kennslu en verða frá að hverfa. Sumir brenna út.
Allar starfsstéttir eru með sínum einkennum. En þingmenn eru ekki starfsstétt í venjulegum skilningi þess orðs.
Páll Vilhjálmsson, 17.12.2017 kl. 20:27
Munurinn á flugvirkjum og þingmönnum Páll er all verulegur.
Tala nú ekki um kennara.
Þegar flugvirki skrifar út sitt verk, þá er hann jafnframt,
með undirskrift sinni, að ábyrgjast að öll hans vinna sé gerð
í samræmi við viðurkennda viðhaldsbók viðkomandi flugvélar.
Ef honum verða á mistök, þá er hægt að sækja hann til saka
um ábyrgðaleysi og handvömm sem getur þýtt fangelsi.
Þessu er ekki hægt að líkja við þingmenn.
Þeir hafa svo mörg hlunnindi, sem almennigur hefur ekki,
að ég ætla ekki að reyna að byrja að telja það upp.
Þeir hafa aftur á móti sýnt af sér þvílíka vanrækslu á öllu sem kemur
almenning til góða. Þeir hafa verið handbendi sinna flokka
og valdhafa.
Þeir hafa engva ábyrgð á einu né neinu sem þeir framkvæma
í umboði almennings.
Hundruð og tugir milljóna fara í vaskinn vegna þeirra mistaka.
Ef svo væri,að þeir sýndu ábyrgð, eins og gerist í nágrannalöndum okkar,
þá segja þeir af sér. Á Íslandi er venjan sú, að þvæla málið framm og til
baka og benda á hvorn annan. Þannig ná Íslenskir alþingismenn alltaf
að réttlæta sín mistök með því að benda á aðra, og sitja svo sem
fastast. Þegar loksins við losnum við óværuna, þá fá þeir hálft ár á launum
fyrir að gera ekki neitt.
Gleymum svo ekki og lífeyrisjóðaréttindinum sem þeir fá.
Tekur almennig 20 ár að ná þeim. Fyrir þá aðeins 4.
Ef rétt væri gefið, þá væru flestir þeirra á bak við
lás og slá.
En ekki á Íslandi.
Svo einfallt er það.
En rétt hjá þér Páll.
Þingmenn eru ekki starfstétt í venjulegum skilningi
þess orðs.
Þeir eru forréttindahópur.
Sigurður Kristján Hjaltested, 17.12.2017 kl. 21:20
Páll, ég er gamall iðnaðarmaður og veit að það er gríðarlega mikil yfirvinna sem þessir menn verða að vinna til að ná þessum launum. Grunnlauniin eru um 450 þúsund á mánuði. Ég var þaulkunnugur launamálu iðnaðarmanna í mörg ár.
Ég starfaði sem kennari í 17 ár og veit vel að þeir starfa ekki svona langann vinnudag sem flugvirkjar gera. Síðan eru bara byggingaiðnaðarmenn ekkert með lægri laun en vinna langan vinnudag. Svona er ekki hægt að bera saman á þessum nótum.
Vissulega horfði ég á unga kennara ár eftir ár gefast upp við kennsluna og líklega mest vegna þess að þeir fá ekki rétta undirstöðu menntun og æfingu ásamt því að fá mjög lítinn stuðning. Krakkarnir eru gjarnan ávægnir gagnvart óvönum kennurum.
Ég geri ekki lítið úr störfum þingmanna, þau geta verið ansi drúg og slítandi. Sérstaklega í fámennum þingflokkum. Við getum ekki borið þessa hluti með þessum hætti.
Framkvæmdastjóri SA urðu á mikil samskiptamistök, hann reyndi að tala niður til flugvirkjana. Hann verður bara að bera fulla virðingu fyrir öllum viðsemjendum.
En það verður að ríkja kjarasamningafrelsi á Íslandi rétt eins og verslunarfrelsi. Starfsgreinarnar verða sjálfir að axla ábyrgðina á kjaramálunum.
Ef við ætlum að aðhyllast frjálst hagkerfi þar sem ríkir ,,frelsi" í viðskiptum er óeðli að hlaupa sífellt undir pilsfald ríkisvaldsins og bíða eftir lagasetningu.
Kristbjörn Árnason, 17.12.2017 kl. 21:28
Sammála síðasta ræðumanni.
Páll Vilhjálmsson, 17.12.2017 kl. 21:39
Ótal dæmi eru um það í flugsögunni að ein mistök hjá flugvirkja hafi kostað hundruð manna lífið. Þetta þarf að taka til greina við ákvörðun á launakjörum og einnig það, hvar flugvirkjar erlendis standa í samanburði við aðrar starfstéttir.
Ómar Ragnarsson, 17.12.2017 kl. 23:28
Hér hefur orðið talsverð launahækkun á almennum markaði án nokkurra samninga þar um. Menn borga bara hærra en lágmarkslaun til að fá gott og ábyrgt fólk.
Fluvirkjar eru barðir niður á lúsartaxta, sem þó á aðeins að vera viðmið um lágmark.
Hér er verið að slítast um að hækka úr 2500kr á tímann í 3000. 25.000kr á dag fyrir dagvinnu. Smiðir eru með 1500 til 2000 kr meira en þetta. Píparar og rafvirkjar með helmingi meira.
Þessir menn vinna viðkvæmt starf, sem þeir eru líka abyrgir fyrir. Gífurleg sérþekking, menntun og símenntun fylgir þessu, svo ekki sé talað um að þeir bera persónulega ábyrgð á starfi sínu. Þeir eru með líf okkar í lúkunum jafnt og flugmenn ef ekki meira.
legg til að menn mætist og sættist á 16% í þessari atrennu. Flugvirkjar eiga þó betra skilið.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.12.2017 kl. 00:25
Það er sennilega ekki til opinber skýrsla um það hversu margir flugvirkjar hætta eftir nokkra mánuði í starfi af því að þeir stóðu sig ekki stykkinu, so to speak.
En svo er það spurningin af hverju er verið að borga óhæfum þingmanni 10 miljonir á manuði, ef þingmaðurinn er óhæfur í starfi? Það sem verra er að það er ekki hægt að losna við óhæfan þingmann í fjögur ár, en það er hægt að losna við óhæfan flugvirkja samdægurs.
Það sem ennþá verra er; það að gera stórar skyssur eða afglöp í starfi sem þingmaður og ráðherra, þau sitja sem fastast á þingi og sum þeirra eru gerð að ráðherrum. Hvaða vit er í svona hálaunastarfsemi Páll, er eitthvað vit í þessu?
Látum Icelandair og flugvirkjana kljást um laun og hlunindi, en ekki að grípa áróður SA og hjálpa SA að niðurlægja flugvirkja í augum almennings.
Svo er auðvitað spurning sem þú Páll mættir svara af því að þú veist þetta ábyggilega; hvað eru margir blaðamenn sem halda ekki starfi 1 til 4 ár, en eru samt ekki á þingmanna og möppuudyralaunum?
Spyr sá sem ekki veit.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 18.12.2017 kl. 05:47
Gallinn við þessa launaumræðu er að launamál fólks eru orðin svo flókin og ógagnsæ að það er engin leið að vita hvað er rétt,ekki síst meðal iðnaðarmanna.
Iðnaðarmmenn eru alltaf yfirborgaðir sem kallað er. Þeir þyggja aldrei laun samkvæmt launataxta.
Sjálfur vann ég í járniðnaði í 37 ár og ég hef aðeins kynst einum manni sem hafði laun samkvæm launataxta. Sjáfur var ég alltaf yfirborgaður frá þeim degi sem ég labbaði inn á vélaverkstæði í fyrsta sinn, þá 18 ára gamall nemi.
Ég hef unnið bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Mest úti á landi þó.
Grunnreglan í gegnum árin hefur verið sú að iðnaðarmenn á landsbyggðinni eru yfirborgaðir um ca 15 ti 20%.
Á höfuðborgarsvæðinu 25 til 30%. Ef einhver nýtur ekki þessarra yfirborgana er eitthvað stórkostlegt að honu sem starfskrafti.
.
Ef grunnlaun flugvirkja eru 450 þús samkvæmt kjarasamningi er nánast öruggt að þeir eru í raun með 550 þúsund+ og eru að fara fram á að hækka upp í 650 til 700 þús á mánuði.
Aðeins um ábyrgð.
Mér þætti fróðlegt að heyra dæmi um að flugvirki hafi þurft að sæta ábyrgð vegna mistaka í starfi.
Samkvæmt mínum heimildum er mikil áhersla lögð á að þeir séu sem minnst látnir sæta ábyrgð. Ástæðan fyrir þessu mun vera að talið er að það komi sér ílla fyrir rannsóknarhagsmuni flugslysanefnda. Ef flugvirkinn á von á hörðum refsingum segir hann síður satt um málavexti og mikilvægir rannsóknarhagsmunir glatast. Sjálfsagt gerist þetta í einhverri mynd ef um mjög vítavert gáleysi eða kæruleysi er að ræða.Einnig væntanlega ef reynt er að breyða yfir mistökinn með falskri skýrslugjöf.
En fróðlegt þætti mér ef einhver dæmi eru um þetta.
Til dæmis réttindamssir eða skaðabótagreiðslur.
Borgþór Jónsson, 18.12.2017 kl. 22:31
Hve margir eru neyddir til sinnar vinnu, á Íslandi?
Pólitíkus eða flugvirki, hver er munurinn?
Sennilega sóttu báðir um, eða hvað? Er tuðarinn að misskilja eitthvað hérna?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 19.12.2017 kl. 04:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.