Íslenskir þrælar og rétttrúnaðurinn

Líklega eru síðustu þrælarnir sem spókuðu sig á Íslandi þeir sem keyptir voru tilbaka úr Barbaríinu árin eftir Tyrkjaránið 1627. Þar áður, á landnámsöld, voru keltneskir þrælar og ambáttir á ísland.

Þrælahald var aldrei afnumið formlega á Íslandi, svo vitað sé, það dó einfaldlega út.

Því er þessi saga rifjuð upp að á DV segir frá tilfinningauppnámi vegna kennsluefnis um þræla. Af fréttinni má ráða að pólitískur rétttrúnaður banni sögulega umræðu um hvíta þræla. Það er vandlifað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þrælahald á Islandi hefur aldrei verið meira en núna- fólk er flutt inn og fær vinnu- gegn fæði og einhverskonar húsnæði- það fengu þrælar lika í Bandarikjunum áður fyr.

Erla Magna Alexandersdóttir, 11.12.2017 kl. 21:32

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Síðustu þrælarnir sem "spókuðu" sig á Íslandi voru uppi allt fram á fyrstu áratugi síðustu aldar. Nægir þar að benda á ævisögu Tryggva Emilssonar verkamanns, "Fátækt Fólk", því til stuðnings. Ævisögu sem ætti að vera skyldulesning í öllum skólum landsins og reyndar hjá öllum aldurshópum, sem fæddir eru um og eftir 1960, eða þar um bil, ef því er að skipta. "Fá allt strax" kynslóðin sem nú vex úr grasi hefði gott af því að glugga í þá sögu og setja sig í spor Tryggva og fjölskyldu hans. Einhver magnaðasta ritsmíð síðustu aldar á Íslandi, rituð á forkunnarfagurri Íslensku og lýsir lífi hérlendra þræla á þessum tíma, betur en nokkurt annað ritverk.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 11.12.2017 kl. 21:37

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þræll er ánauðugur maður. Eign annars manns. Farandverkafólk og vinnufólk til sveita býr og bjó oft við slæmar aðstæður, en þetta fólk er ekki og var ekki þrælar.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.12.2017 kl. 22:12

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Tryggvi kaus sér ekki hörmungarmeðferð æskuáranna, frekar en margir aðrir, sem fetuðu svipaða stigu og hann á þessum árum og aldirnar á undan. Hann var ekki spurður. Hann var sendur að Draflastöðum, aðeins tólf ára gamall og hafði ekkert um það að segja. Þar var honum tuskað út eins og hundi og fékk aldrei annað en sult og seyru að launum.

"Máske er minnið opnara vegna þess hve margt gekk til hjartans og svo fátt annað að muna, það var engin bók sem lesin var mér í eyru og aldrei var við mig talað eins og frjálsa manneskju, og svo var þar kalt að viðburðirnir frusu mér í minni"

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 11.12.2017 kl. 22:58

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Tryggvi átti erfitt líf og líkt og margir átti hann ekki um margt að velja. En það að kalla hann þræl er vanvirðing, bæði við hann og ekki síður við raunverulega þræla, sem til dæmis má drepa strjúki þeir úr vistinni og af því eru engin eftirmál.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.12.2017 kl. 23:02

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Svo sannarlega var Tryggvi vinnuþræll..

Helga Kristjánsdóttir, 12.12.2017 kl. 03:50

7 Smámynd: Aztec

Já, það vita allir, að norsku landnámsmennirnir tóku með sér þræla frá Skotlandi og Írlandi til Íslands. Allt fram á síðustu öld stóðu Íslendingar í þeirri trú að þeir væru algjörlega komnir af herraþjóðinni, Norðmönnum, en svo komu mannfræðingar og slógu því föstu, að meirihluti væri kominn af þrælunum, enda áttu þeir einnig börn og fengu frelsi 2-3 öldum síðar.

Hins vegar ríkir pólítískur rétttrúnaður og þöggun um þrælahald af hálfu múslíma, gagnvart bæði hvítum og svörtum gegnum aldirnar. Þrælahald og -verzlun með afríska þræla af hálfu Araba var löngu hafin áður en Evrópumenn byrjuðu á því og hún stendur enn yfir, þar eð þrælahald (á ekki-múslímsku fólki) tíðkast enn í löndum Araba, enda leyfir Kóraninn það.

Í dag ganga þar svartir þrælar og kynlífsambáttir kaupum og sölum meðal annars á uppboðum fyrir opnum tjöldum. Þessir svörtu þrælar lifa í ánauð, eru hafðir hlekkjaðir á nóttunni og eru hálshöggnir eða limlestir ef þeir reyna að flýja.

En það má ekki tala um þetta. Uss, uss! Vinstraliðið heimtar þöggun, því að í þeirra huga eru múslímar alltaf fórnarlömb og hvítir karlmenn alltaf kvikindin.

Aztec, 13.12.2017 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband