Hægari hagvöxtur veit á stöðugleika

Hagvöxtur yfir 4-5 prósent er óhollur, nema þegar hagkerfið jafnar sig eftir hrun. Undir venjulegum kringumstæðum er æskilegur hagvöxtur 2-3 prósent. Við þær kringumstæður skapast stöðugleiki.

Hér hægir á hagvextinum á réttum tíma. Á vinnumarkaði fer fram uppgjör eftir áramót sem yrði erfiðara í blússandi hagvexti. Iðulega er reynt að taka sér launahækkanir út á framtíðarverðmæti. Þegar hagkerfið hægir á sér dregur það úr spennu á vinnumarkaði og raunsæi kemur í stað skýjaborga.

Minni hagvöxtur kallar einnig á meiri forsjálni í ríkisrekstri. Sem veitir ekki af eftir bruðlyfirlýsingar úr kosningabaráttunni í október.


mbl.is Verulega að hægjast á hagvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband