Óvinaímyndir í stjórnmálum - þrjár kynslóðir hverfa

Stjórnmál þrífast á alhæfingum. Óvinaímyndir eru sterkustu alhæfingarnar. Á dögum fjórflokksins voru alhæfingarnar t.d. þessar: Sjálfstæðisflokkurinn - auðvaldið; Framsókn - sveitavargurinn; Alþýðuflokkurinn - lýðskrumarar; Alþýðubandalagið - kommúnistar.

Eftir hrun voru óvinaímyndir sóttar með samlíkingum stjórnmálaflokka við öfgarnar sem leiddu til gjaldþrota bankanna. Spilling var lykilhugtak. Heilir stjórnmálaflokkar gerðu út á þau mið að ,,tækla spillinguna" sem allir hinir voru á kafi í.

Annað þema eftirhrunsins var ,,ónýta Ísland." Samfylkingin þóttist standa fyrir ,,Nýja Ísland" og vildi farga heilagri þrenningu; krónunni, fullveldinu og stjórnarskránni. Andstæðingarnir voru samkvæmt þessari orðræðu morkið og spillt gamla Ísland.

Öfgar eftirhrunsins leiddu til timburmanna, samanber umræðuna um eineltið gagnvart einstaklingum með umsátri heimili þeirra, og flokkunum fjölgaði. Óvinaímyndir urðu óljósari og erfiðara að nota þær til pólitísks ávinnings.

Ný ríkisstjórn gömlu erfðaóvinanna  úr fjórflokknum kippir fótunum undan þrem kynslóðum óvinaímynda, tveim frá fyrir hrun og einni eftir.

Eðli málsins samkvæmt reynir stjórnarandstaðan á hverjum tíma að draga upp sterkustu alhæfinguna, skýrustu óvinaímyndina. Það auðveldar ekki verkefnið að stjórnarandstöðuna skipa jafn ólíkir menn eins og Logi Einarsson formaður Samfylkingar og Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins.


mbl.is Stjórnarandstaðan svarar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband