Sunnudagur, 10. desember 2017
Upphaf ríkidæmis er hugvit
Fyrstu ríku einstaklingarnir í sögu mannkyns voru þeir sem nýttu sér hesta og uxa til að plægja jörðina, samkvæmt grein í Nature. Hugvitið skilaði meiri uppskeru. Þar með urðu sumir efnaðir en aðrir ráku lesta, urðu hlutfallslega fátækir.
Landbúnaðarbyltingin hófst þegar síðustu ísöld lauk, fyrir 10 - 12 þúsund árum. Áður stundaði maðurinn veiðar og söfnun og hafði ekki fasta búsetu. Föst búseta þýddi sáning í akur og tamningu húsdýra. Ásamt eignarhaldi á jörð.
Vísindamennirnir, sem skrifuðu greinina í Nature, notuðu stærð heimila sem mælikvarða á ríkidæmi og rannsökuðu 62 samfélög í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Efnahagslegt jafnræði var mælt með Gini-stuðlinum. 0 á Gini þýðir ekkert ójafnfræði en samfélag þar stuðullinn er 1 felur í sér að einn einstaklingur eigi allar efnahagslegar bjargir.
Gini-stuðullinn fyrir fornsamfélögin var 0,35. Til samanburðar er stuðullinn 0,8 fyrir Bandaríkin i dag.
Ríkidæmið á fornsögulegum tímum var ólíkt milli heimshluta. Í Norður-Ameríku voru er stór húsdýr, eins og hestar og uxar. Þar af leiddi að enginn gat orðið ríkur að beita þeim fyrir plóg.
Tilgátan um að hugvitið geri menn ríka, og stuðli í leiðinni að efnahagslegu ójafnræði, rímar við aðstæður í samtímanum. Menn verða enn ríkir á hugviti.
Athugasemdir
Athyglisverð greining, þannig ef maður hefur ekkert hugvit þá gerist maður krati eða kommúnisti og styður póltíkusa af sama kaliber sem vilja taka allt frá þeim hugvitssömu og færa þeim hugvitslausu.
Hrossabrestur, 10.12.2017 kl. 10:19
Hrossabrestur, það þarf hugvit til að fá fólk til að kjósa vitleysuna sem leiðir af sér að þeir hugvitslausu fá ekkert, en þeir sem höfðu hugvit til að nota kommúnisma til að ræna bæði þá hugvitslausu og hugvitssömu fá allt.
Kína er ekki kommúnistaríki, það er meiri Kapitalismi í Kína en öllum heiminum samanlagt.
Kreppuannáll (IP-tala skráð) 10.12.2017 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.