Stór-Evrópa, síðnýlenduveldi og Samfylking

Hugsjónin um sameinaða Evrópu, Stór-Evrópu, verður ekki framkvæmd nema miðstýrðu stjórnkerfi. Vald á sviði fjármála, stjórnsýslu og ekki síst hernaðar væri á einum stað.

Engu skipti hvaða pólitík væri ráðandi í Stór-Evrópu, útkoman yrði alltaf áþekk. Fjölþjóðlegar valdamiðstöðvar, hvort heldur í Kaupmannahöfn gagnvart Íslendingum á 18. öld eða í Moskvu á 20. öld gagnvart sovétlýðveldunum, haga sér í grunninn með sama hætti. Þær krefjast hlýðni við eina stjórnsýslu þar sem skyldur og réttindi þegnanna eru ákveðin í samræmi við ráðandi pólitík hvers tíma.

Yngsta vestræna sögulega fyrirmyndin að Stór-Evrópu er nýlenduveldi meginlandsríkjanna, og Bretlands, frá 19. öld. Evrópuríkin stjórnuðu stórum landsvæðum framandi þjóða frá höfuðborgum sínum. Og, til að gera langa sögu stutta, þá gafst það ekki vel.

Stór-Evrópa er ekki snjöll hugmynd. Eina ástæðan fyrir því að hún er sett á flot núna er að Evrópusambandið er komið á endastöð; veit hvorki hvað það er né hefur sambandið framtíðarsýn.

Kreppa Evrópusambandsins birtist okkur í smættaðri útgáfu í íslenskum stjórnmálum. Valdsækinn stjórnmálaflokkur, Samfylkingin, stökk á stærstu hugmyndina sem var í boði, aðild Íslands að ESB, í þeirri von að fólk myndi fá glýju af dýrðinni í austri. Aðeins í skamma stund, í örvæntingu eftirhrunsins, tókst að plata almenning. Þegar fólk náði áttum skildi það samhengi hlutanna og gerði Samfylkinguna að smáflokki. 


mbl.is Vill Bandaríki Evrópu fyrir 2025
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Megi Samfylkingin vera smá að eilífu, hels minni en ekki neitt.yell

Hrossabrestur, 9.12.2017 kl. 10:24

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Martin Schulz segir það sem Brussel hefur lengi hugsað.

Ragnhildur Kolka, 9.12.2017 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband