Arabaríkin eru heimatilbúið helvíti

Þrátt fyrir olíuauð tókst Arabaríkjum ekki í hálfa öld, frá lokum seinna stríðs til aldamóta, að smíða lífvænleg samfélög með stöðugu stjórnarfari.

Eftir aldamót reyndu Bandaríkin að umskapa miðausturlönd, innrásin í Írak 2003, en mistókst. Arabíska vorið 2011 var tilraun til uppstokkunar, að hluta ,,studd" erlendri íhlutun, en það fór á sömu leið.

Fyrrum utanríkisráðherra Egyptalands, Nabil Fahmy, segir arabaríkin skorta bæði hugmynd um hvernig þau eiga að búa saman sem þjóðríki og hvernig eigi að sætta almenning og stjórnvöld í hverju landi fyrir sig.

Helvíti merkingarlaust trúarhugtak á vesturlöndum en lifir góðu lífi í miðausturlöndum. Þar sem trúarlegt helvíti nýtur hylli er viðbúið að reynt sé að skapa það hér á jörðu. Eins og Arabaríkin dunda sér við síðustu áratugi.


mbl.is Segja „hlið helvítis“ hafa opnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

það er svo óvíst hvort æðstuklerkar og furstar vilji nokkuð breyta þjóðskipulagi landa sinna. Það hreyfist líklega ekkert nema þeir hefjist handa.  

Helga Kristjánsdóttir, 7.12.2017 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband