Mánudagur, 4. desember 2017
Formaður KÍ kærður fyrir kynferðisbrot á nemanda
Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, var kærður fyrir kynferðisbrot gagnvart nemanda. Kæran var lögð fram 7. janúar 2014, samkvæmt ítarlegri frétt á visir.is
Meint brot á að hafa gerst þegar Ragnar Þór kenndi nemandanum í grunnskóla á Tálknafirði.
Meint brot var tilefni rannsóknar fræðsluyfirvalda í Reykjavík, sem Ragnar Þór gerði að umtalsefni í nokkrum bloggfærslum og kvaðst ofsóttur.
Í bloggfærslum sínum um málið sagði Ragnar Þór að nafnlaus kæra hefði borist til fræðsluyfirvalda í Reykjavík. Það er ekki rétt. Kærandinn naut nafnleyndar, sem er allt annað en nafnlaus kæra.
Samkvæmt fréttinni á visir.is var kæra til lögreglunnar lögð fram í byrjun árs 2014. Ekki seinna en þá vissi Ragnar Þór hver ákærandinn var og hvað var kært. En þrátt fyrir að gera kæruna til fræðsluyfirvalda ítrekað að umræðuefni þóttist Ragnar Þór aldrei vita hver kærði og hvers vegna. Þvert á móti sagði Ragnar Þór að á bakvið kæruna hlyti að standa illgirni einhverra sem hann hafði móðgað með bloggskrifum.
Ásökun um brot jafngildir ekki sekt. Aftur er deginum ljósara að í vörn sinni hefur Ragnar Þór ekki komið hreint fram. Það er heildarsamtökum kennara ekki bjóðandi að Ragnar Þór taki við formennsku Kennarasambands Íslands.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.