Fullveldisstjórnin; Þjóðviljinn og Heimssýn

Ný ríkisstjórn tekur við völdum á morgun, fullveldisdaginn 1. desember. Afkomandi ritstjóra Þjóðviljans er forsætisráðherra og fyrrum formaður Heimssýnar situr ríkisstjórnina.

99 ára afmælisgjöfin til fullveldisins verður varla betri.

Til hamingju, Ísland.


mbl.is Ráðherrakapallinn opinberaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

 Við þurfum, í það minnsta, ekki að óttast aðra ESB-umsókn meðan þessi ríkisstjórn situr. 

Ragnhildur Kolka, 30.11.2017 kl. 13:00

2 Smámynd: Hörður Þormar

Nokkuð hefur verið um það rætt að þessi nýja stjórn styðjist ekki við nægilega tryggan meirihluta og satt er það að myndun hennar hefur sætt mjög harðri gagnrýni, þ.á m. úr röðum VG.

En þegar litið er til stjórnarandstöðunnar, þá er hún mjög sundruð. Jafnvel mætti ímynda sér að þar séu alls ekki allir ósáttir við þessa stjórn.

Hörður Þormar, 30.11.2017 kl. 16:06

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Thoroddsen og Engeyingur eru í stjórninni. Við þrettándu aldar menn kætumst mjög yfir því! 

Flosi Kristjánsson, 30.11.2017 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband