Tveir Vg-þingmenn mála sig út í horn

Flokkurinn er tekin alvarlega hjá Vinstri grænum. Það er hluti sósíalískrar arfleifðar. Þegar flokkurinn tekur mikilvæga ákvörðun er ætlast til að þingmenn fylgi flokkssamþykkt.

Þegar tveir þingmenn lýsa sig í andstöðu við skýra flokkssamþykkt eru þeir komnir hálfa leið úr flokknum.

Rósa Björk og Andrés Ingi hljóta að hugsa sinn gang.


mbl.is Vinstri græn samþykktu sáttmálann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skiptir litlu. Það væri kraftaverk ef þessi stjórn entist til vors. 

Jón Steinar Ragnarsson, 29.11.2017 kl. 23:48

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

  Þau Rósa Björk og Andreas Ingi eru sem sagt lengra til vinstri en flokkurinn, eða flokkurinn lengra til hægri en þau.  Í raun skiptir ekki máli hvort er, þar sem flokkurinn hefur tekið vitræn ákvörðun en ekki þau.    

Hrólfur Þ Hraundal, 30.11.2017 kl. 00:00

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Kata Stalíns stjórnar hér
og stemmir ár við ósa
Nú enga framtíð eiga sér
Andrés I. og Rósa

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.11.2017 kl. 00:41

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rétt er það sjá enga pólitíska framtíð nema með vinunum í Samfó.

Villikattakyn Vaff Gé
vill ei forsætisstólinn
Halda að hirðin betri sé
hinu meginn við hólinn.

  



Helga Kristjánsdóttir, 30.11.2017 kl. 02:27

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Alltaf spurning um hvort sýna eigi meiri hollustu við flokkinn eða kjósendur.

Þessir tveir þingmenn VG hafa séð stjórnarsáttmálann, meira en sagt verður um okkur almúgann. Það litla sem fréttamiðlar hafa opinberað er flest neikvætt, en það er jú háttur íslenskra fjölmiðla.

Kannski er sáttmálinn bara svona neikvæður og hugsanlega óhagstæður VG. Um það getum við dæmt seinna í dag. Kannski er það vegna þess sem þessir þingmenn treysta sér ekki til að styðja hann.

Ef svo er, er ljóst að þessir þingmenn koma heiðarlega fram og lýsa sinni skoðum. Eru trúrri kjósendum en flokknum.

Gunnar Heiðarsson, 30.11.2017 kl. 09:43

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Svo mun koma í ljós á næstu misserum hversu margir þingmenn VG eru sammála Rósu og Andrési, en þora ekki að segja sýna skoðun. Þeir munu hlaupast undan merkjum þegar mest á reynir og verið viss það á eftir að reyna mikið á þetta samstarf.

Gunnar Heiðarsson, 30.11.2017 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband