Ísland virkar, bylting er óþörf

Þeir kveinka sér sem vilja bylta samfélaginu, stokka upp stjórnskipunina, umbreyta atvinnulífinu og efna til ófriðar milli þjóðfélagshópa.

Sumir eru enn fastir í byltingarmóð eftirhrunsins, sjá ónýta Ísland í hverju horni og mála skrattann á vegginn.

Vonandi endurspeglar sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar þessa einföldu staðreynd: Í meginatriðum virkar Ísland. Við þurfum ekki byltingu, kannski einhverjar breytingar á afmörkuðum sviðum.

Ríkisstjórnin á hverjum tíma á að mynda almennan ramma um samfélagið og sjá til þess að gangverkið tifi - grípa inn í aðstæður ef nauðsyn krefur en annars leyfa fólki að lifa sínu lífi. (Gildir líka um kvartsáru byltingarmennina, sem eru best geymdir utan stjórnarráðsins).


mbl.is „Ég get unnið með þennan sáttmála“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei við þurfum ekki byltingu sem étur börnin sín.

Samt höfum við allt of lengi þurft að þola valdhafa sem hafa staðið fyrir stanslausum byltingum gegn hagsmunum almennra borgara.

Slíka byltingarsinna þurfum við að losna við sem fyrst.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.11.2017 kl. 16:55

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef þú átt við frumvarp stjórnlagaráðs varðandi stjórnskipunina breytir hún engu aðalatriði í núverandi stjórnskipan og innbyrðis aðstöðu framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds, heldur eru ákvæði gerð skýrari og betri í takt við það besta í stjórnarskrám þeirra landa, sem helst eru sambærileg við Ísland og  forseti, ríkisstjórn, Alþingi og dómstólar verða á svipuðum stað og nú. 

Ómar Ragnarsson, 29.11.2017 kl. 17:10

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Frumvarp stjórnlagaráðs myndi koma í veg fyrir að hægt væri að bera mál á borð við Icesave undir þjóðaratkvæði. Allir sem hafa eitthvað vit í kollinum skilja hversu víðáttugalin sú hugmynd er.

Þetta er aðeins dæmi um einn af fjölmörgum alvarlegum göllum á tillögu stjórnlagaráðs sem er alls ekki sú heilaga og óskeikula ritning sem sértrúarsöfnuður fylgjenda hennar halda því fram að hún sé.

Ef það ætti að endurskoða stjórnarskránna hlýtur að vera lágmarkskrafa að hún verði þá gerð betri, en ekki verri, enda er það síðarnefnda beinlínis óheimilt samkvæmt núgildandi stjórnarskrá.

Alþingismönnum er nefninlega skylt að sverja drengskaparheit að stjórnarskrá (núgildandi) og mega því hvorki vega að né grafa undan henni.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.11.2017 kl. 17:42

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er rangt hjá þér Guðmundur. Í tullögu stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir að 10% kosningabærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem samþykkt hafa verið frá Alþingi þannig að hún hefði ekki komið í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. 

Sigurður M Grétarsson, 29.11.2017 kl. 19:56

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta er rangt hjá ykkur báðum Guðmundur og Sigurður. Hvernig væri að kynna sér málin áður en ætt er af stað í andsvörin?   Þetta er tillaga Stjórnlagaráðs sem Guðmundur vísar til en hann sleppir að geta þess að ekki var hróflað við málskotsrétti forseta sem kveðið er á um í 61. gr.

68. gr.

Framkvæmd undirskriftasöfnunar og

þjóðaratkvæðagreiðslu.

Mál sem er borið undir þjóðaratkvæði að kröfu

eða frumkvæði kjósenda samkvæmt ákvæðum 66. og

67. gr. skal varða almannahag. Á grundvelli þeirra er

hvorki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög,

fjáraukalög, lög sem eru sett til að framfylgja

þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni

eða ríkisborgararétt. Rísi ágreiningur um hvort mál

uppfylli framangreind skilyrði skera dómstólar þar

úr. Þess skal gætt að frumvarp að tillögu kjósenda

samrýmist stjórnarskrá. Rísi ágreiningur þar um skal

leita álits Lögréttu. Í lögum skal kveðið á um

framkvæmd málskots eða frumkvæðis kjósenda, svo

sem um form og fyrirsvar fyrir kröfunni, tímafrest til

söfnunar undirskrifta og um fyrirkomulag þeirra,

hverju megi til kosta við kynningu á meðferð málsins

á Alþingi og hvernig afturkalla megi kröfuna að

fengnum viðbrögðum Alþingis, svo og um hvernig

haga skuli atkvæðagreiðslu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.11.2017 kl. 20:46

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þeir sem vilja kynna sér samanburð á frumtillögum Stjórnlagaráðs og svo þeim breytingum sem gerðar voru í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd þingsins, geta nálgast það hér;

http://johanneslaxdal.blog.is/users/97/johanneslaxdal/files/samanbur_ur_a_stjornskipunartillogum.pdf

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.11.2017 kl. 20:50

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Lögin sem greidd var þjóðaratkvæðagreiðsl um vegna Icesave málsins sneriust um ríkisábyrgð á skuldbindingum tryggingasjóðs innistæðueigenda. Ekkert í þeirri upptalingu sem Jóhannes sýnir hér að ofan nær yfir það enda voru það ekki lög til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum heldur til að uppfylla samning sem var gerður milli Islands annars vegar og Bretlands og Hollands hins vegar. Það mál snerist um það hvort það ætti að semja eða láta reyna á málið fyrir dómstólum.

Sigurður M Grétarsson, 30.11.2017 kl. 08:38

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurður M.

Þetta er rangt hjá þér. Þeir sem voru hvað þrjóskastir við að þröngva á ríkisábyrgð vegna Icesave héldu því einmitt fram að það væri nauðsynlegt vegna þjóðréttarskuldbindinga Íslands. Þó það hafi verið rangt þá héldu þeir því samt fram. Ef stjórnarskráin yrði felld úr gildi og frumvarp stjórnlagaráðs tekið upp sem ný stjórnarskrá, hver á þá að skera úr slíkt ef sambærilegur ágreiningur kæmi upp í framtíðinni? Ekki treysti ég stjórnmálamönnum til þess enda voru það þeir sem langflestir höfðu allan tímann rangt fyrir sér um þetta mál. Í tilvísaðri 68. gr. svokallaðs frumvarps segir reyndar að dómstólar eigi að skera úr um þetta, en hvaða dómstólar? Kannski þeir sömu og hafa ítrekað sýnt réttindum almennings fullkomið skeytingarleysi? Hver mun hafa aðildarhæfi til að höfða slíkt mál og hver ætti að vera til varnar? Plaggið sem stjórnlagaráð samdi veitir engin svör við þessu heldur býður upp á stórhættulega óvissu.

Jóhannes Laxdal.

Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá skal forseti láta ráðherra framkvæma vald sitt. Þrátt fyrir það hefur honum verið talið heimilt að synja lögum undirritun á grundvelli 26. gr. án atbeina ráðherra, enda fer forseti með löggjafarvald samkvæmt 2. gr. en ráðherra ekki. Af ástæðum sem hafa aldrei verið útskýrðar, lagði stjórnlagaráð til í 2. gr. síns "frumvarps" að forseti yrði sviptur þessu löggjafarvaldi og færi aðeins með framkvæmdavald. Það myndi ekki rúmast innan slíkrar reglu að forseti sem handhafi framkvæmdavalds neiti að fara að vilja löggjafans. Eins og við fyrrnefnda atriðið hér að ofan mælir allt gegn því að láta misvitrum stjórnmálamönnum framtíðar það eftir að túlka þetta eftir sínum geðþótta. Þessi stórhættulega þversögn er aðeins ein fjölmargra slíkra í tillögum stjórnlagaráðs og þess vegna ganga þær ekki upp vegna innra ósamræmis.

Auk þess gæti frumvarp samkvæmt tillögu stjórnlagaráðs aldrei öðlast lagagildi því Alþingismönnum sem hafa svarið eið að (núgildandi) stjórnarskrá er af þeim sökum óheimilt að gera neitt sem vegur að eða grefur undan henni (þ.e. nýju stjórnarskránni frá 1944). Ef þeir dirfðust að leggja í slíka vegferð væri það því bein ávísun á stjórnarskrárkreppu.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.12.2017 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband