Stjórnarskráin í lagi, segir Mannréttindadómstóllinn

Stjórnarskrá Íslands var ekki gagnrýnd af Mannréttindadómstól Evrópu í dómsmáli Geirs H. Haarde gegn íslenska ríkinu. Dómurinn kallar ekki á stjórnarskrárbreytingar, eins og Björn Bjarnason rekur skilmerkilega.

Landsdómsmálið í heild sinni er dæmi um misbeitingu þingvalds til að klekkja á einum einstaklingi, Geir H. Haarde.

Og sú stjórnarskrá hefur enn ekki verið skrifuð í heiminum sem kemur í veg fyrir misbeitingu valds.


mbl.is Ríkið sýknað í landsdómsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Meðan 14. grein stjórnarskrárinnar um Landsdóm er í gildi, verður alltaf hætta á að einhver þingmeirihluti endurtaki leikinn. Ef greinin er felld út, eins og gert er í frumvarpi stjórnlagaráðs, er tekið fyrir það að stjórnarskrárbinda það að Alþingi geti kært ráðherra fyrir embættisfærslu. 

Ómar Ragnarsson, 25.11.2017 kl. 02:20

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Meðan 14. grein stjórnarskrárinnar um Landsdóm er í gildi, verður alltaf hætta á að einhver þingmeirihluti endurtaki leikinn. Ef greinin er felld út, eins og gert er í frumvarpi stjórnlagaráðs, er tekið fyrir það að stjórnarskrárbinda það að Alþingi geti kært ráðherra fyrir embættisfærslu og að Landsdómur dæmi í því máli.

Ómar Ragnarsson, 25.11.2017 kl. 02:21

3 Smámynd: Steinarr Kr.

Merkilegt að það sé talað um frumvarp stjórnlagaráðs.  Stjórnlagaráð skrifaði drög að frumvarpi sem Jóhanna & Co. lögðu fram og fékkst ekki samþykkt.  Þar með varð þessu fruvarpi, eins og öllum öðrum fruvörpum sem ekki eru samþykkt varpað á haug sögunnar og ætti hér eftir að vera fjallað um í þátíð.

Steinarr Kr. , 26.11.2017 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband