Pólitíska kerfið brást tvisvar

Í aðdraganda hruns bankanna brást pólitíska kerfið, með því að láta auðmenn vaða yfir sig á skítugum skónum. Eftir hrun var hávær krafa um að rétta yfir kerfinu sem brást.

Ef helstu ábyrgðaraðilar stjórnarráðsins frá 2007, Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson, Björgvin G. Sigurðsson og Árni Mathisen hefðu allir farið fyrir dóm mætti með rökum segja að pólitíska kerfið hefði sett sig sjálft á sakabekk.

En það var ekki gert heldur var Geir einn ákærður. Dómurinn, að Geir hefði ekki haldið nógu marga fundi, var í takt við málatilbúnaðinn, hvorttveggja úr smiðju fáránleikans.

Pólitíska kerfið brást tvisvar, bæði fyrir og eftir hrun. Enda höfum við búið við stjórnmálakreppu æ síðan.


mbl.is Dæmt í máli Geirs í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Pólitíska kerfið var aldrei til.

Ðólitískar kennisetningar stjórnmálamanna, þuldar upp við hástemmdar aðstæður

geta ekki kallast pólitískt kerfi.

Þótt einhver pólitískur páfagaukur gali: "Látum markaðinn ráða - markaðurinn

leiðréttir sig sjálfur" þá er það ekki pólitískt kerfi.

Og þegar í óefni er komið og forsætisráðherra sem "seldi" ríkisbankana er

orðinn seðlabankastjóri og lánar tæknilega gjaldþrota banka síðustu

milljarðatugina út úr Seðlabanka þjóðarinna með þeim ummælum að þetta sé

auðvitað tapað fé, er ekki að vinna eftir neinu kerfi með pólitíska tengingu.

Hann er aðeins að staðfesta að hann sé ennþá hluti af pólitísku aulabandalagi

sem gegnir hlutverki stjórnmálaflokks.

Og auðvitað átti Landsdómur ekki að velja bara einn aulann sem fórnarlamb 

öðrum - og síðari tíma aulum til viðvörunar.

Landsdómur átti að dæma allan aulahópinn.

Og það jaðraði við misferli með almannafé að fella sakakostnað í þessu máli á

ríkissjóð.

Árni Gunnarsson, 23.11.2017 kl. 09:45

2 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Árni; þegar seðlankastjórinn fyrverandi talar um tapað fé þá á hann við að lánið muni trúlega ekki verða greitt til baka með venjubundnum hætti. Þess vegna segir hann í næstu setningu að gera verði kröfu um öruggt veð.  Að það veð hafi svo ekki staðið að fullu undir láninu er ekki á ábyrgð þess seðlbankastjóra sem hér um ræðir. 

Stefán Örn Valdimarsson, 23.11.2017 kl. 10:20

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Landsdómsmálið er svartur blettur Alþingi sem aldrei verður afmáður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.11.2017 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband