Þriðjudagur, 21. nóvember 2017
Uppstokkun óvinaímynda
Óvinaímyndir eru rótgrónar í stjórnmálum. Fátt er jafn öflugt og óvinaímynd til að halda flokksliðinu saman. Stjórnmálaöfl eru alltaf meðvitaðri um andstæðinginn en um eigin stefnu. Stjórnmálastefna er greining og framtíðarsýn, allt byggt á orðum, en andstæðingurinn er hér og nú, mældur í styrk og áhrifum upp á prósentubrot.
Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar kallar á uppstokkun á óvinaímynd, einkum þeirra tveggja fyrst nefndu.
Óvinaímynd er svo sterkt afl að hún lifir af gjörbreyttar aðstæður. Gagnkvæm óvinaímynd sjálfstæðismanna og vinstri grænna (þar áður sósíalista/alþýðubandalagsmanna) varð til í kalda stríðinu sem lauk fyrir aldarfjórðungi. Herinn fór úr landi 2006 en skildi eftir sig fullmannaðar skotgrafir svarinna andstæðinga í íslenskum stjórnmálum.
Einhverjum mun reynast ofviða að skipta út óvinaímynd fyrir raunsæi. Við lifum í sagnaheimi og hvert okkar á sín uppáhalds tröll sem við gefum ekki eftir fyrr en í fulla hnefana.
Breið stjórn og uppbygging kunnuglegt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.