Laugardagur, 18. nóvember 2017
Katrín greinir hlutverk stjórnmálaflokka rétt
Stjórnmálaflokkar eru ekki til fyrir sjálfa sig heldur almannahag. Það er réttlætingin fyrir því að stjórnmálaflokkar eru að stærstum hluta fjármagnaðir úr ríkissjóði.
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir um yfirstandandi viðræður um myndun meirihlutastjórnar:
Ég veit að þetta er áhætta og heilmikil áhætta fyrir VG, en ég held það sé líka áhætta fyrir íslenskt samfélag ef maður tekur ekki áhættu.
Þetta eru orð ábyrgs stjórnmálamanns. Vinstri grænir eru næst stærsti flokkurinn á alþingi. Framan af ferli sínum var flokkurinn sá þriðji eða fjórði stærsti. Næst stærsti flokkur landsins getur ekki leyft sér að segja pass, við tökum ekki þátt í málamiðlunum.
Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála. Katrín er sáttasemjari. Ef henni tekst að tengja núna get ég ekki séð annað en ávinning af því. Jafnvel þótt ég sjálf sé ekki endilega samþykk stjórnarmynstrinu...
Kolbrún Hilmars, 18.11.2017 kl. 14:03
Hin hliðin á teningnum er að VG varð næst stærsti flokkurinn vegna þess að kjósendur treystu flokknum til að taka forystu án spillingarafla.
Nú þegar Katrín ætlar að skrifa upp á fyrir Bjarna siðblinda þá hrynur fylgi flokksins áður en blekið er orðið þurrt á víxlinum. Nú er spurningin sem Páll þarf að svara, ef þessar viðræður verða til þess að VG missi fylgið frá sér og VG mælist með örfylgi ef af stjórnarmyndun verður, hver er þá ábyrgðin og gagnvart hverju og hverjum?
Samkvæmt minni kokkabók þá liggur ábyrgð stjórnmálamanna fyrst og fremst gagnvart kjósendum sínum. Ekki gagnvart öðrum flokkum eins og nú er kennt í þessum nýja stjórnmálaskóla valdeflingasinna.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.11.2017 kl. 02:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.