Vinstritrú, valdleysi og einangrun

Hrein vinstritrú var til skamms tíma að vinna ekki með Sjálfstæðisflokki. Aðeins einn flokkur var ,,hreinn" í þessum skilningi, Vinstri grænir. Að stórum hluta stafaði sakleysið af valdleysi.

Forverar Vinstri grænna, Alþýðubandalag og Sósíalistaflokkur, voru aldrei nógu öflugir flokkar, mælt í þingstyrk og áhrifum í samfélaginu, til að verða samstarfsaðili Sjálfstæðisflokks. Stærsti ásteytingarsteinninn var þó alltaf afstaðan til veru bandaríska hersins á Miðnesheiði. Það ágreiningsefni gufaði upp hægt og hljóðlega árið 2006.

Vinstri grænir, sem kjósa að halda í ,,hreinleikann", óska sér í reynd valda- og áhrifaleysis. Sem er nokkuð kyndug afstaða fyrir fólk sem á annað borð gefur sig að pólitík. 


mbl.is Drífa Snædal segir sig úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Er ekki bara allt í lagi að svona heit-trúar lið yfirgefi VG af því að VG eru að gera sig gildandi sem stjórnmálaflokk? það kemur annað fólk í staðinn þegar VG er orðinn þungavigtar flokkur í Íslenskum stjórnmálum. 

Hrossabrestur, 16.11.2017 kl. 12:41

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

þetta er bara byrjunin hjá VG. Það að kynda undir spillingarpésum getur ekki verið neinum flokki til uppdráttar, VG er engin undanekning.

Jónas Ómar Snorrason, 16.11.2017 kl. 13:43

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eflaust er ekkert einsdæmi að segja sig úr VG - en ef það er málefnalegt verður athyglisvert að fregna hvort viðkomandi gengur síðan til lags við  Alþýðufylkinguna.  Þar fer þó sannur vinstri flokkur.

Kolbrún Hilmars, 16.11.2017 kl. 15:37

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

VG hefur aldrei haft neina stefnu eða hugsjónir. Þetta framboð var einungis stofnað utan um valdagræðgi Steingríms J. Sigfússonar. Hann óttaðist að hann  yrði ekki aðalstjarnan þegar vinstri flokkarnir ákváðu að sameinast í Samfylkinguna.

Þannig að flokkurinn er ekki að gera neitt sem er gegn eðli hans og stefnu. Eina stefna VG er og hefur alltaf verið, að ná völdum og halda þeim og því er það bara eðlilegt að VG skuli ganga í eina sæng með flokknum sem þeir þykjast fyrirlíta.

Theódór Norðkvist, 16.11.2017 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband