Miðvikudagur, 15. nóvember 2017
Ótímabærar kosningar eru skaðvaldur
Í þingkosningum kynna stjórnmálaflokkar útgjöld til að kaupa sér atkvæði. Margt er sagt loðið í kosningabaráttunni en engu að síður er hægt að námunda útgjöldin, líkt og Seðlabankinn hefur gert.
Tvennar þingkosningar á einu ári eru þjóðarbúinu dýrkeyptar og samfélaginu til skaða.
Annað tveggja gerist eftir kosningar. Stjórnmálaflokkar efna loforðalistann og setja þjóðarbúið á hausinn eða þeir vinda ofan af loforðum um útgjöld og efna þau ekki nema að hluta. Við þær aðstæður er hægt að saka stjórnmálin um að svíkja gefin loforð.
Hvorugt er vel gott.
Viðskiptaafgangur hyrfi á þremur árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.