Máttarstólpar í meiðyrðum

Hæstiréttur er einn máttarstólpi lýðveldisins og Jón Steinar Gunnlaugsson er einn af máttarstólpum umræðunnar síðustu áratugi. Nú mætast hæstaréttardómari og Jón Steinar í réttarsal til að útkljá hvar gagnrýni þess síðarnefnda stendur gagnvart 73. grein stjórnarskrárinnar. En þar segir:

Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi.

Sumum finnst heldur slæmt að gagnrýni Jóns Steinars á hæstarétt skuli fara fyrir dóm. Önnur og jákvæðari túlkun á málsatvikum er að æskilegt sé að dómstólar leggi reglulega mat á hvar tjáningarfrelsið endar og æruvernd tekur við. Landamærin þar á milli eru í stöðugri endurskoðun eins og sæmir lifandi samfélagi umræðunnar. 


mbl.is Mál Benedikts og Jóns Steinars þingfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Raunverulegur tilgangur málshöfðunarinnar kom fram í fréttum í gær. Hann var sá að setja ákveðnar upplýsingar um hegðun Jóns Steinars fram í málsgögnum og láta svo aðra sjá um að leka þeim til fjölmiðla. Athyglisverð taktík og ekki síst fyrir það að Hæstaréttardómari skuli beita henni.

Verði fallist á kröfur stefnanda verður afar fróðlegt að sjá hvernig bætur ákvarðast, eða hvers virði er æra Hæstaréttardómara?

Guðmundur Ásgeirsson, 15.11.2017 kl. 17:06

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Rett Guðmundur. Það var athygli vert að sja frettamann leggja fram.malsgögn sem stefndi i malinu hafði enn ekki barið augum.

Lekarnir eru orðnir að beljandi fljoti.

Ragnhildur Kolka, 16.11.2017 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband